Hagstjórn á Íslandi loksins möguleg

Launaskrið almenna vinnumarkaðarins fer til opinberra starfsmanna sem aftur deila lífeyrisrétti sínum með almennum launþegum. Laun taki mið af útflutningsgreinum. Um það bil þetta virðist í rammasamningi aðila vinnumarkaðarins.

Gangi rammasamkomulagið fram er komin forsenda fyrir hagstjórn á Íslandi.

Vel að verki staðið, Gylfi, Þorsteinn, Elín og þið hin sem náðu þessum áfanga. Forseti lýðveldisins hefur veitt orðu af minna tilefni.


mbl.is Markar vatnaskil á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta samkomulag er marklaust. Gylfi Arnbjörnsson ritar undir það fyrir hönd launþega, án umboðs. Hann reyndi fyrst að sækja sér slíkt umboð á þingi SGS, fyrir tveim vikum síðan, en var hafnað. Því er þetta samkomulag marklaust!

Og jafnvel þó hann hefði nú haft þetta umboð, þá er þessi vinna með öllu tilgangslaus og leysir engan vanda. Þetta er engin þjóðarsátt, eða neitt í líkingu við það.

Til að ná sátt á vinnumarkaði, einhverskonar þjóðarsátt, þurfa auðvitað allir að koma að því borði. Að taka launafólk eitt út fyrir sviga hagkerfisins er eins og pissa í skó sinn.

Aðrir hafa mun meiri áhrif á hagkerfið og eru í raun leiðandi í kröfum launafólks, svona að öllu jöfnu. Það er fjármálakerfið, verslun og þjónusta, orkufyrirtækin og önnur þjónustufyrirtæki á vegum ríkis og bæja, auk fjölmargra annarra sem launþegar þurfa að eiga í samskiptum við. Þessir aðilar allir, ásamt fulltrúum launþega, atvinnurekenda, ríkis og bæja þurfa því að koma að borðinu, eigi einhver árangur að nást.

Þetta var gert 1990 og skilaði árangri. Að vísu tók um hálfann áratug að byggja traustið milli þessara aðila, en eftir að það tókst, um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og allt þar til óprúttnir menn brutu það traust með því að ræna landið gegnum bankana, ríkti það traust. Skömmu áður en bankakerfið hrundi voru komnir verulegir traustabrestir í sáttina og eftir bankahrun hvarf það traust að fullu. Enn er langt í land með að þessu trausti sé náð, enda stórir hópar í þjóðfélaginu, sérstaklega á fjármálasviðinu, sem sýna engan  vilja til að byggja upp slíkt traust.

Því er samkomulag, sem eingöngu er gert milli launþega og atvinnurekenda lítils virði og sérstaklega þegar til þess er stofnað án umboðs frá þeim sem samkomulaginu eiga að fylgja.

Meðan fulltrúi launþega gengur fram án umboðs sinn félagsmanna, hefur ekki þeirra traust, er vart hægt að ætlast til að hægt sé að byggja upp traust launþega til atvinnurekenda, hvað þá stjórnvalda eða fjármálakerfisins!

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2015 kl. 20:01

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Er ekki allt í lagi að láta reyna á hlutina áður en við förum að hengja krossa?

Steinarr Kr. , 27.10.2015 kl. 22:56

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svona vinnumarkaðsmódel gengur því aðeins upp að laun lækki líka þegar gengið hækkar og þegar markaðir bregðast. Þetta hafa sjómenn búið við í áratugi og um það ríkir friður og stöðugleiki. En opinberi geirinn hækkar stöðugt launin í kjarasamningum sem oft er ekki innistæða fyrir. Auðvitað á ekki að þurfa að standa í þessum síendurteknu átökum á vinnumarkaði en frekjuliðið skilur ekki gangverk þjóðfélagsins. Það kom greinilega fram í viðtölum við Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrr í kvöld.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.10.2015 kl. 23:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vona að þetta gangi upp en verð þó að benda þeim sem skrfar hér að opinberi markaður hækki stöðugt launin að ég held að hann sé nú ekki alveg með puttann á púlsinum Ef að laun á opinberamarkaðnum hafa verið að hækka stöðugt hvernig stendur á því að lægstlaunuðu störfin eru hjá ríkinu? Og eins hvernig geta laun á opinbera markaðnum stöðugt verið að hækka ef að laun á almennamarkaðnum voru fyrir þessa samninga um 30% hærri fyrir sambærleg störf og menntun? Þetta er svona svipað og þegar að Vigdís heldur því fram að það séu felstir opinberir starfsmenn sem séu bara að naga blýanta og þegar fólk heldur því fram að það væri hægt að fætta um þúsundir eða tugþúsundir af störfum hjá ríkinu. En þegar það er skoðað eru um 17 þúsund störf hjá ríkinu og þar af bara á Landspítala um 4500 störf. Og með örðumheilbrigðisstofnunum er annað eins. Vilja menn láta loka heilsugæslunni t.d. Svo eru það kennarar í framhaldskólum, Háskólum, Lögregla. Þá erum við nú kominn hátt upp í heildatölu starfa hjá ríkinu. Svo eru það starfsmenn hjá sveitarfélögum sem eru svo fáir að fólk kvartar undan biðlistum og ekki nægri þjónustu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2015 kl. 00:22

5 identicon

Er síðuhafi kannski svona ánægður með samkomulagið þar sem hans félag er ekki þáttakandi í því?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband