Þriðjudagur, 27. október 2015
Salek og samfélagssátt um fjármálakerfið
Ef vinna Salek-hópsins gengur upp, og það er stórt ef, myndast forsendur fyrir víðtækari þjóðarsátt en nemur skiptingu launakökunnar.
Afnám hafta og lokauppgjör föllnu bankanna skapa nýjar aðstæður í efnahagskerfinu, sem fela bæði í sér hættur og tækifæri. Stærsta hættan er sú að bankakerfið komist í hendurnar á auðmönnum sem óðara munu setja upp svikamyllu líkt og í útrás er leiddi til hrunsins 2008.
Tækifærin eru á hinn bóginn þau að hægt er að virkja launþegahreyfinguna til að axla ábyrgð með ríkinu á stöðugleika fjármálakerfisins. Lífeyrissjóðirnir myndu eignast bankana á móti ríkinu.
Það er ríkur pólitískur vilji í samfélaginu til að læra af reynslu hrunsins, þótt nýafstaðinn landsfundur öfgaauðmannaflokks hafi ekki endurspeglað þann vilja.
Salek fundar á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.