Mánudagur, 26. október 2015
Græðgisfrelsi og siðferðilegt frelsi er sitthvað, Ólöf
Ísland fór í hundana haustið 2008 vegna frelsis auðmanna að keyra bankakerfið í þrot. Um þetta þarf ekki að deila - enda söguleg staðreynd.
,,Ég deili öllum viðhorfum sem snúa að frelsi einstaklingsins. Ég gladdist mjög mikið yfir því hvernig slík viðhorf fengu gott svigrúm á fundinum, sagði Ólöf Nordal nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Frelsið sem Ólöf talar um er sama græðgisfrelsið og auðmennirnir nýttu sér í útrás. Nú á að taka annan snúning á þjóðinni með því að selja ríkisbanka. Eins og til að undirstrika að fólk myndi ekki gera slíkt með réttu ráði er lagt til að vímuvæða þjóðina með áfengi í matvörubúðum og lögleiðingu eiturlyfja.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp vímuvædda græðgi hlýtur fylgið að skila sér í hús. Eða er það ekki?
Frjálslyndið í fyrirrúmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins í veganesti er flokkurinn að hrinda frá sér borgaralegum öflum innan flokksins en mun væntanlega bæta það upp með fylgi frá Samfylkingu og VG þar sem engan mun er lengur að sjá á Sjálfstæðisflokknum og vinstriöflunum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2015 kl. 11:10
Okkur vantar öfgaflokk eins og Svíar og þjóðverjar eru að rækta upp hjá sér, með sínu hér umbil vinstrihallandi miðjumoðs þvaðri og samskonar heyrnarleysi og núverandi stjórnvöld viðhafa á Íslandi.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2015 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.