Miðjan brotnar í Sjálfstæðisflokknum

Eltingarleikur við píratapólitík; s.s. lögleiðingu fíkniefna annars vegar og hins vegar öfgafrjálshyggju, eins og að selja áfengi í matvörubúðum og setja banka í hendur ógæfumanna, þýðir að miðjan er brotin í Sjálfstæðisflokknum.

Venjulegt fólk með hversdagslegar skoðanir á lífinu og tilverunni verður að leita annað en til Sjálfstæðisflokksins eftir orðræðu sem rímar við varkára og íhaldssama heimsmynd.

Framsóknarflokkurinn hagnast mest á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2015.


mbl.is 89% breytinga ungra sjálfstæðismanna samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þar kom að eitthvað verður Framsókn til framdráttar. Ekki fitnar flokkurinn af eigin verkum, svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2015 kl. 10:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú hann gerir það Axel,hann á sér sögu rétt eins og aðrir gamlir flokkar. Þangað hafa sármóðgaðir félagar vinstri/hægri flúið í gegnum tíðina.Til eina flokksins sem aldrei svívirðir pólitískan einstakling í fréttamiðli,eins og gert er í dag.Almenningur er hættur að tigna Alþingismenn eins og hálfguði og er nákvæmlega sama hvað sá flokkur heitir sem stendur vörð -(eða ekki)-um sjálfstæði Íslands.---- Um leið hafa flestir lært að lesa í fréttatengda þætti vinstrisins og samkvæmt nýustu pólitískum fréttum er túlkunin rétt hvað það varðar. Undirbúningurinn hefur verið skráður milli lína,þar sem  forsætisráðherra fær ýktan óþvera,en samstarfsflokkurinn engan. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2015 kl. 12:14

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er þá Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur "móðurflokkur" íslenskar stjórnmála, að þínu mati, Páll?

Wilhelm Emilsson, 25.10.2015 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband