Leiđari Davíđs, Jón Steinar og líkin ţrjú

Morgunblađiđ birti leiđara á fimmtudag međ handbragđi Davíđs Oddssonar ritstjóra. Ţar segir frá dómi hćstaréttar í máli konu sem breytti verđmerkingu á kertastjökum í búđ og stal sápum. Verđmćtin eru um 6500 kr. (já, sex ţúsund og fimm hundruđ krónur). Konan fékk ţriggja mánađa fangelsisdóm fyrir brotin og gert ađ greiđa 633 ţús. kr. í málsvarnarlaun.

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um dóm hćstaréttar í Imon-málinu ţar sem ţremenningar úr Landsbanka fengu dóma fyrir umbođssvik og markađsmisnotkun. Í málinu féllu fangelsisdómar upp á 3,5 ár, 18 mánuđi og 9 mánuđi. Jón Steinar telur ţremenningana sýkn saka og kallar dóminn Meiriháttar áfall fyrir réttarríkiđ.

Í dómi hćstaréttar í Imon-málinu segir m.a.

Svo sem fyrr er frá greint óskađi Imon ehf. eftir ţví 2. október 2008 ađ lániđ samkvćmt samningnum 30. september sama ár yrđi greitt út. Degi síđar, 3. október, var lánsfjárhćđin, ađ frádregnu lántökugjaldi og kostnađi viđ skjalagerđ, 5.150.079.700 krónur, greidd félaginu. Eftir ţetta hefur ekki veriđ greitt af ţeim lánum, sem Landsbanki Íslands hf. veitti Imon ehf. samkvćmt framansögđu, og benda gögn málsins ekki til ađ svo verđi gert...

Ţađ stafađi ekki ađeins af ţví ađ bankinn var almenningshlutafélag, heldur jafnframt viđskiptabanki sem hafđi heimild til ađ taka á móti innlánum frá almenningi, sbr. 1. töluliđ 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002. Óvarlegar ákvarđanir ţeirra um lánveitingar gátu ţví valdiđ hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni.

...

Á ţessum tíma, hvort heldur 30. september eđa 2. október 2008, gat ákćrđu af ţeim sökum ekki dulist ađ mun meiri líkur vćru á ţví en minni ađ verđmćti trygginga fyrir lánum bankans til Imon ehf. myndi rýrna og ţađ enn síđur hrökkva til greiđslu lánanna ef ađ ţeim yrđi gengiđ. Samkvćmt ţví er sannađ ađ ákćrđu hafi af ásetningi valdiđ Landsbanka Íslands hf. verulegri fjártjónshćttu ţegar ţau ákváđu ađ veita Imon ehf. lániđ međ ţeim hćtti sem gert var.

Imon-máliđ er eitt hrunmálanna ţegar íslensku bankarnir steyptu ţjóđinni í fjármálalega, pólitíska og siđferđilega upplausn. Landsbankinn, Glitnir og Kaupţing eru líkin ţrjú. Ákćruvaldiđ og dómstólar vinna samkvćmt reglum réttarríkisins ađ útdeilingu sektar vegna falls bankanna. Löngu er vitađ ađ enginn einn Híróshíma-atburđur felldi bankanna ţrjá. Ţađ voru Imon-mál, Al Thani-mál og fleiri slík ţar sem bankarnir voru rćndir ađ innan.

Sumir vilja búa í samfélagi er dćmir konu í ţriggja mánađa fangelsi fyrir ţjófnađ á kertastjaka og sápu en sýknar fjárglćpamenn sem tefla almannahag í stórhćttu. Ađrir kjósa samfélag ţar sem allir fá makleg málagjöld, háir sem lágir.   

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband