Píratar og skítamixið sem gerir okkur ríka jafnréttisþjóð

Píratar eru enn á anal-stiginu í hagfræði; formæla krónunni sem gerir okkur að ríkri þjóð og kallar það ,,skítamix" sem dreifir kostnaði milli lífeyrisþega sem eiga fjármagn og íbúðarkaupenda sem taka lán.

Sá hluti þjóðarinnar sem fyrirlítur sjálfa sig kýs Pírata í könnun. Það er í kringum þriðjungur okkar.

Í aðdraganda kosninga afhjúpast bernska Pírata. Bernskir Íslendingar fullir sjálfshaturs eru kannski 15 prósent. Helmingur þeirra greiddi Pírötum atkvæði sitt á kjördegi.


mbl.is Píratar njóta enn mest fylgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fólk segir eitthvað í  skoðanakönnunum en gerir svo eitthvað allt annað.  Þetta er mjög vel þekkt enda held ég að þeir séu ekki margir, sem geta séð Birgittu fyrir sér sem forsætisráðherra.

Jóhann Elíasson, 21.10.2015 kl. 16:52

2 Smámynd: Jón Bjarni

Mér finnst kómísk sú veruleikafirring sem virðist hrjá stuðningsmenn fjórflokksins og þá helst Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að vera ekki búinn að átta sig á því að með meiri upplýsingu og interneti sem gleymir engu þá er þolið fyrir bullinu sem þaðan kemur sífellt að minnka... Flokkarnir fá sama og ekkert fylgi frá ungu fólki.. Samt virðist þetta fólk halda að þetta sé bara eitthvað sem leiðrétti sig fyrir næstu kosningar. Það má vel vera að fylgi Pírata sé töluvert yfir væntanlegu kjörfylgi - en það fylgi er ekki að fara ganga til baka til D o B

Jón Bjarni, 21.10.2015 kl. 19:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta er kolrangt hjá þér Jón Bjarni. Hefur ekki Sigmundur staðið við öll sín loforð til þessa? Veruleiki. Aldrei haggast þessi ungi foringi Íslands,hvað sem á dynur.Þú ræður nú litlu um hvert fylgið sækir,því það eru allir hugsandi menn hræddir við að gefa þessu ESb,fylgi atkvæði sitt.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2015 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband