Fimmtudagur, 15. október 2015
Rökvillur Gylfa ASÍ-forseta
Fæstir félagsmenn ASÍ-verkalýðsfélaga eru í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum. Stór hluti ASÍ-launamanna starfar í fyrirtækjum þar sem lífeyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar eru með ráðandi hlut.
Þegar Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ber saman kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum og þeim opinbera leggur hann að jöfnu appelsínur og epli. Kjarasamningar á almenna markaðnum eru um lágmarkskaup á meðan opinberir starfsmenn semja um rauntaxta. Lágmarkskaup á almennum markaði er iðulega yfirborgað einkum á tímum lítils atvinnuleysis eins og nú er.
Ef Gylfi forseti meinti eitthvað með orðræðunni að ,,jafna hlut" ASÍ-félaga gæti hann byrjað á því að beita sér fyrir gegnsæju launabókhaldi fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna.
Á meðan ASÍ jafnar ekki launakerfið á heimavelli eru ómerk orð forseta ASÍ um samjöfnuð við opinbera starfsmenn.
Ný, óvænt og alvarleg staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.