Enginn menntar sig til atvinnuleysis

Menntun sækir fólk sér í skóla, en líka utan þeirra. Enginn er knúinn í skóla eftir að skólaskyldu lýkur, - við útskrift úr grunnskóla. Menntun er frjálst val, líkt og hjónaband. Enginn á heimtingu á hamingju þótt hann sé í hjónabandi.

Einstaklingur sem ákveður að leggja fyrir sig tiltekna háskólagrein, hvort heldur sagnfræði, líffræði, viðskiptafræði eða verkfræði, getur gert kröfu um að fá tiltekið starf út á menntunina.

Ef bókasafnsfræðingur fær ekki starf á sínu sviði, en getur valið úr margvíslegum öðrum störfum, er varla hægt að líða önn fyrir hans hönd.

Ef það er svo að menntaðir einstaklingar glíma fremur við atvinnuleysi en ómenntaðir er guðlegri forsjá fyrir að þakka. Sá menntaði er til muna betur í stakk búinn að vera atvinnulaus en sá ómenntaði. Það er galdur menntunar.

 


mbl.is Staða háskólamenntaðra batnar minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Furðuleg niðurstaða.

Yfirleitt eru ný útskrifað menntafólk með námslán til fjölda ára, en ómentað fólk er ekki með námslán.

Ætti því ekki ómentaða fólkið að vera betur í stakk búið að vera atvinnulaust hvort sem það er til skamms eða lengri tíma?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.10.2015 kl. 14:51

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er greinilegt að drykkirnir eru ekki dýru verði keyptir í Houston. Menntun er hverjum í sjálfsvald sett, í flestum tilfellum. Einfalt val. Vinna í sveita síns andlits er það einnig. Ömenntaður einstaklingur, ef hægt er að tala um slíka hér á landi þar sem allir læra að draga til stafs og reikna, tekur því sem að honum er rétt, eða hann finnur. Menntahroki er orðinn landlægur andskoti, hér á landi. Ég vorkenni veðurfræðingi, landfræðingi eða öðrum menntuðum einstaklingum sem fá ekki vinnu við námsefni sitt, ekki nokkurn skapaðan hlut að grafa skurð eða sendast með varning.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.10.2015 kl. 15:51

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Guðleg forsjá"? Síðuhafi er að grínast, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 13.10.2015 kl. 16:35

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ábyggilega ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.10.2015 kl. 16:44

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég veit um fólk sem fær ekki vinnu, þó það sækist eftir því, vegna þess að menntunin er of flott, í það minnsta á blaði.

Það er ákveðið vandamál Halldór, að þeir sem ráða fólk í vinnu vilja ekki að þeir séu of mikið menntaðir til starfans. Enda má segja, í mörgum tilvikum, að menntaður starfsmaður í vinnu sem hann er ekki menntaður til (ef svo má segja), leitar í þá menntun sem hann hefur yfir að ráða.

Þannig leggur vinnuveitandinn taflið upp fyrir sér og leikur út frá því.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.10.2015 kl. 22:39

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Úr áramótaskaupi 198x,Laddi með öxi í höfðinu vekur furðu og forvitni fréttamanns um nám hans," Ég hóf aldrei neitt nám,ég er sjálfnámaður" Svo tek ég til við að vinna í fyrirtæki pabba.     

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2015 kl. 03:27

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha, góð upprifjun á áramótaskaupi :) Ég held ég hafi misst af þessari senu með Ladda.

Hér er eitt sem ég missti líka af á sínum tíma!

https://www.youtube.com/watch?v=rHeQ5WlNCZA

Wilhelm Emilsson, 14.10.2015 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband