Sunnudagur, 11. október 2015
Sósíalismi og frjálshyggja; siđagildi trompa fjármagn
Sósíalismi og frjálshyggja háđu stćrstu orusturnar um skipulag efnahagskerfisins. Sósíalisminn bođađi ríkiseign en frjálshyggjan einkaeign. Frjálshyggjan vann međ ţeim fyrirvara ađ hún féllst á velferđarríkiđ, sem í grunninn er sósíalísk hugmynd.
Um síđustu aldamót voru tveir stjórnmálamenn kenndir viđ ,,ţriđju leiđina", sem samţćttađi mildar útgáfur af frjálshyggju og sósíalisma. Tony Blair í Bretlandi og Bill Clinton í Bandaríkjunum áttu ađ reka smiđshöggiđ á deilur vinstri- og hćgrimanna um afstöđuna til fjármagnsins.
Kosning Jeremy Corbyn til formennsku í breska Verkamannaflokknum sýnir svo ekki verđur um villst ađ ţriđja leiđin er búin ađ vera. Corbyn er sósíalisti af gamla skólanum, vill ríkisvćđa samgöngur og skattleggja ríkidćmi til ađ fjármagna millifćrslur til ţeirra efnaminni.
Í Bandaríkjunum gerir Bernie Sanders ţađ gott í upptakti ađ forskosningum demókrata. Ian Buruma segir Sanders hófsaman í samanburđi viđ Corbyn.
Fríverslunarsamningar milli Bandaríkjanna og Evrópu, TiPP, eru dćmigert afkvćmi ţriđju leiđarinnar í stjórnmálum. Um helgina mćttu 150 ţúsund manns í Berlín til ađ mótmćla TIPP. Rökin fyrir fríverslunarsamningnum eru hagvöxtur. Rökin á móti eru ađ fjármagn eigi ekki ađ stýra lífi okkar.
Einn af hornsteinum ţriđju leiđarinnar var almćli hagfrćđinnar, ađ hagfrćđin vćri komin međ endanleg svör um hvernig hagstjórn skyldi háttađ. Kreppan 2008 og viđbrögđin viđ henni, peningaprentun seđlabanka sérstaklega, valda uppnámi međal hagfrćđinga er tefla fram ólíkum sannindum, sem eru ţá ekkert annađ en eitt hagfrćđiálit gegn öđru.
Pólitík almennt er óđum ađ breytast frá útfćrslupćlingum á markađshagstjórn yfir í deilur um siđagildi. Stórar spurningar sem vestrćn menning stendur frammi fyrir, t.d. um afstöđuna til flóttamanna frá miđ-austurlöndum, verđur ekki svarađ međ vísun í hagspeki.
Ţingmađur á alţingi Íslendinga, Róbert Marshall, reynir ađ fá umrćđuna um flóttmenn til ađ snúast um krónur og aura. Í ţýska stórblađinu FAZ er fréttafyrirsögn Lygin á tímum flóttamanna. Fréttin fjallar um hvernig reynt er ađ nota hagfrćđiálit til ađ styđja kröfuna um opin landamćri fyrir flóttamenn. Leiđandi hagfrćđingur á sviđinu, Jorge Borjas, varar viđ misnotkun hagtalna í ţágu flóttamannastefnu ,,góđa fólksins."
Stjórnmál á forsendum siđagilda eru hatrammari en pólitík um hagstjórn. Siđagildi varđa dýpstu sannfćringu fólks, sem gerir allar málamiđlanir erfiđari.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.