Sýrland, Úkraína og stöðutaka stórvelda

Stöðutaka Rússa í Sýrlandi síðstu vikur er öðrum þræði svar við tilraunir Nató-ríkja að ná forræði yfir Úkraínu. Pútín færði víglínuna frá bakgarði Rússa til mið-austurlanda þar sem vesturveldin eru í viðkvæmri stöðu.

Stefna Bandaríkjanna í mið-austurlöndum er rúin trausti enda litið á innrásina í Írak 2003 sem klúður er skóp samtökum á borð við Ríki íslams tækifæri til að láta að sér kveða. Bandaríkin eru klunnar, reyna að þjálfa svokallaða hófsama múslíma sem byrja á því að gefast upp og afhenda hryðjuverkamönnum vopn og búnað.

Fyrir utan Ísrael er Saudi-Arabía helsti bandamaður Bandaríkjanna í þessu heimshluta. Fréttir  um að sótt sé að Salman konungi vita ekki á gott fyrir bandaríska hagsmuni.

Væntanlega forsetaskipti í Bandaríkjunum mun torvelda stefnumótun stórveldisins næstu misserin.

Óöldin í mið-austurlöndum er heldur að rísa en hníga. Stöðutaka stórvelda á þessum slóðum eykur ekki friðarlíkurnar.

 


mbl.is Sundrung á meðal leiðtoga heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband