Vesturlönd tapa í Sýrlandi

Rússar eru með öll trompin á hendi í Sýrlands-deilunni. Í bandalagi við Íran styðja Rússar Assad forseta til að berja niður óaldarflokkinn sem kenndur er við Ríki íslam.

Vesturlönd vildu ríkisstjórnarskipti í Sýrlandi og finna hófsama múslíma til að stjórna landinu. Hófsamir múslímar eru á hinn bóginn vandfundnir.

Írakar eru hluti af bandalaginu með Rússum gegn Ríki íslam. Eins og Íranar eru Írakar flestir sítar og tilheyrir Assad-fjölskyldan sama meið múslíma. Piltarnir í Ríki íslam eru á hinn bóginn súnní-múslímar eins og t.d. Saudi-Arabar.

Trúardeilur eru einn grunnþáttur Sýrlands-deilunnar. Vesturlönd voru heldur sein að fatta það og standa núna eins og illa gerður hlutur með sýrlenska flóttamenn við dyrastafinn og enga bandamenn í Sýrlandi.


mbl.is Vill samstarf gegn Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband