Bandarísk hermennska í 70% ríkja heims

Bandaríkin eru með hernaðarviðveru í 135 ríkjum í heiminum, en það eru um 70 prósent af öllum ríkjum jarðarkringlunnar. Tölfræðin birtist í grein í dag í Nation, þar sem fjallað er um hernaðaríhlutun Bandaríkjanna.

Viðfangsefni greinarinnar er starfsemi sérsveita, Special Operations Command (SOCOM), sem Bandaríkin beita fyrir sér án þess að hafa hátt um það.

Hernaðarviðvera þarf ekki að þýða vopnaskak sérsveitanna, en felur alltaf í sér hernaðarviðbúnað í einu formi eð öðru.

Bandaríkin eru réttnefnd heimslögga. Önnur spurning er hversu áhrifarík þessi alheimslögga er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í júlí 1999 var ég á flugi á TF-FRÚ við myndatökur af íslenskri náttúru yfir miðhálendindu. Á ákveðnum tímapunkti var mér, samkvæmt löglegum fyrirskipunum þar um, gert að fljúga út af ákveðnu bannsvæði, sem búið var að setja upp samkvæmt ósk íslenskra stjórnvalda til þess að fullkomnustu árásar- og sprengjuþotur bandaríska hersins gætu æft sig í því að salla niður hugsanlegt náttúruverndarfólk á miðhálendinu. 

Þetta var skjalfest í gögnum um heræfinguna Norður-Víkingur og var náttúruverndarfólk skilgreint sem mesta hernaðar- og hryðjuverkaógn, sem íslenska þjóðin stæði frammi fyrir.

Þarna kynntist ég í fyrsta skipti nærveru bandarísku heimslöggunnar í einu af þeim 135 ríkjum, sem hún hefur viðveru í til langs eða skamms tíma.

Djók? Nei, skjalfest fúlasta alvara.  

Ómar Ragnarsson, 25.9.2015 kl. 00:08

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Yankee go home.

Auðvitað á USA að loka öllum herstöðvum utan USA.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.9.2015 kl. 01:56

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Salla niður náttúruverndarfólk!???

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2015 kl. 05:11

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Loksins kom að því að Jói í Houston segði eitthvað að viti.

Hörður Þórðarson, 25.9.2015 kl. 07:53

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Og hvað Ómar?  Labbarðu líka inn á fótboltavelli þegar menn eru að æfa sig þar?

Steinarr Kr. , 25.9.2015 kl. 09:11

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, ég hlýddi flugbanninu 1999 og flaug út fyrir bannsvæðið áður en ákvæðið um það tók gildi.  Er samt hugsi yfir því að tilvist náttúruverndarfólks á Íslandi væri talin brýnasta nauðsyn þess að mest herveldi heims æfði noktun sinna mikilvirkustu drápstækja gagnvart því. 

Ómar Ragnarsson, 25.9.2015 kl. 09:39

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Gruna að þú leggir saman tvo og tvo og fáir út fimm Ómar.  Nema náttúrulega það henti þér pólitískt að halda því fram að þeir hafi verið að æfa sig að skjóta niður náttúruverndarfólk eins og þú kallar það.

Steinarr Kr. , 25.9.2015 kl. 23:45

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú var tíðin að USA. var óskað til bjargar hvar sem stríð geysuðu,eins og í Heimsstyrjöldunum..             

Heræfingar ganga út á að likja eftir hverskonar þekktu hættuástandi.

Ef Nato ætlar að það gerist ekki á Íslandi,er það lélegt varnarbandalag.--Allar æfingar eru sviðsettar,rétt eins og hjá  flugbjörgunar, rústasveitum,slysavörnum á sjó og slökkviliði.Einhverjir verða í hlutverki slasaðra. Hjá varnarliðinu sviðsetja þeir óvini,óþarfi þessi væll                þeim verður ekkert meint af,frekar en þeim hjá slysavörnum. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2015 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband