Fimmtudagur, 24. september 2015
Bölvun Íraks-stríðsins
Beint samhengi er á milli flóttamannavanda mið-austurlanda, uppgangs Ríki íslams og lamaðs öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna annars vegar og hins vegar Íraks-stríðsins 2003.
Bandaríkin og Bretland höfðu forystu um að steypa Saddam Hussein einræðisherra af stóli. Yfirskinið var að Hussein ætti gereyðingarvopn - sem aldrei fundust.
Eftir fall Hussein gekk í garð borgarastyrjöld, sem leysti úr læðingi öfgaöfl eins og Ríki íslam. Borgarastyrjöldin í Írak smitaði út frá sér og Sýrland varð fórnarlamb.
Bandaríkin vilja gjarnan taka Hussein á Assad Sýrlandsforseta í öryggisráðinu og fá alþjóðlega samþykkt fyrir aðgerðum. Bölvun Íraks-stríðsins hvílir eins og mara á alþjóðasamfélaginu, og vestrænum almenningi, og Bandaríkin komast hvorki lönd né strönd.
Bandaríkin eru nógu öflug að steypa ríkisstjórnum af stóli en of veik til að setja saman lífvænleg samfélög eftir fall einræðisherra. Þá skortir Bandaríkin dómgreind til að skilja hvenær stórveldi ætti að halda að sér höndunum fremur en að grípa til aðgerða.
Trúverðugleikinn í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll kæri Páll.
Það voru fréttir og viðtöl í fjölmiðlum í fyrra sem greindu frá því að íslendingur í hópi leitarmanna í Írak að efnavopnum, fullyrðir að hann og leitarflokkur hans hafi fundið efnavopn í Írak. Af æastæðum sem ég man í svipinn ekki hverjar voru, greindi hann frá því að þessu var á þeim tíma haldið í þagnargildi af einhverjum ástæðum - pólitískum að mig minnir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2015 kl. 08:50
Talandi um að trúverðugleikinn sé í hættu ef rússar halda áfram að beita neitunarvaldi. Hefur hann ekki rýrnað ansi mikið sökum alls þess neitunarvalds sem kaninn hefur beitt?
Jón Páll Garðarsson, 24.9.2015 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.