Misheppnaða samfylkingarkynslóðin

Fyrrum formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík segir sömu pólitíkina ráða í Samfylkingu og fyrir hrun og sömu einstaklingana sitja í þingsætum flokksins - varamennirnir séu líka gamlingjar á flokksvísu.

Kynslóðin sem vísað er til er sú sem fékk einstakt tækifæri eftir hrun til að setja mark sitt á lýveldissöguna. Með 30 prósent fylgi vorið 2009 og forsætisráðherra í ríkisstjórn vinstriflokka var Samfylking í dauðafæri að breyta íslenskum stjórnmálum varanlega. Niðurstaðan í þingkosningum fjórum árum síðir segir allt sem segja þarf: með 12,9 prósent fylgi henti þjóðin Samfylkingunni út í hafsauga.

Eftir tvö ár í stjórnarandstöðu er fylgishrun Samfylkingar margstaðfest. Flokkurinn kemst hvorki lönd né strönd og flokksstjórnarfundurinn um helgina breytir engu þar um. Hvergi bólaði á nýskapandi hugsun né vilja til að endurmeta pólitíkina sem leiddi Samfylkinguna út í eyðimörkina.

Misheppnaða samfylkingarkynslóðin er sama kynslóðin og stofnaði flokkinn. Líklega var aldrei von. Eins skiptið þegar flokkurinn fékk fylgi sem að kvað var þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun. Síðast þegar viðlíka áfall reið yfir þjóðina var í móðuharðindunum í lok 18. aldar þegar Ísland vær nærri úrskurðað óbyggilegt.

Samkvæmt því er næsti sjens Samfylkingar í kringum árið 2200.


mbl.is Samfylkingin föst í gömlu frösunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð greining kæri Páll sem jafnan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.9.2015 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband