Föstudagur, 18. september 2015
Fæstir Íslendingar vilja múslíma - enginn rasismi
Íslendingar vilja síst veita viðtöku innflytjendum frá mið-austurlöndum þar sem múslímar eru afgerandi meirihluta íbúa. Innflytjendur frá Afríku eru taldir betri kostur en múslímar. Eftir því sem innflytendur standa nær okkar menningu, því velkomnari eru þeir.
Einmitt sú staðreynd að Íslendingar eru viljugri að taka við fólki frá Afríku, fremur en mið-austurlöndum, segir að viðhorf landans eru ekki mörkuð af rasisma.
Íslendingar vita sem er að múslímar aðlagast illa vestrænum samfélögum. Það er einfaldlega margsönnuð staðreynd sem þarf ekkert að fara í felur með. Könnun Maskínu sýnir að landinn fylgist með og gerir greinarmun á innflytjendum sem aðlagast siðum okkar og háttum og hinum sem gera það síður.
Það eru flóttamenn víða um heim sem nærtækara er að bjóða til landsins en múslímum, sem þrífast best í samfélögum trúbræðra sinna og systra.
Upprunasvæðið skiptir máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og að þú skulu vera kennari. Þvílik fáfræði og hatur.
Salmann Tamimi, 21.9.2015 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.