Kein problem verður stórt vandamál

Merkel kanslari Þýskalands opnaði fyrir straum flóttamanna inn í Þýskaland þegar hún 25. ágúst afnam Dyflinnarregluna sem segir að flóttamaður utan ESB og Schengen skuli fá afgreiðslu í því landi sem hann kemur fyrst til.

Flóttamenn skildu orð Merkel þannig að Þýskaland stæði þeim opið. Tveim vikum síðar er landamærum Þýskalands lokað.

Merkel sigraði fyrstu umræðuna um flóttamenn; Þýskaland var orðið að landi mannúðar og örlætis. En aðeins í tvær vikur. Hrollkaldur veruleikinn er kominn til skjalanna.

Núna eiga önnur ESB-ríki, og raunar EES-ríki sömuleiðis, að taka sinn skerf af flóttamönnum. Að örum kosti neita Þjóðverjar að borga til ESB.

Mannúð og örlæti er ekki ókeypis í Evrópusambandinu, þótt sumir virðast halda annað. 


mbl.is Vilja skerða fjárframlög til ófúsra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrir hvern smyglaðan flóttamann sem kemur, munu 10-15 fjölskyldumeðlimir fylgja í kjölfarið á næstu árum og trylla það samfélag sem studdi undir þau 30 þúsund manna glæpagengi sem komu þessu til leiðar.

Fyrir hvern smyglaðan flóttamann sem kemur munu innheimtugengi þeirra glæpasamtaka sem leiddu hann út í þessa brjálæðisför algerlega að óþörfu, koma og trylla bláeygt samfélag það sem tók á móti smyglvarningnum úr vél glæpagengja.

Fyrir hvern smyglaðan flóttamann sem kemur munu vandamálin að heiman fylgja með í bakpokanum og trylla samfélag það sem tók á móti þvælunni. Sá tryllingur er reyndar þegar byrjaður.

Þeir sem láta leiða sig á klámstigu þeirra fjölmiðla sem gera út á þetta, ættu að hugsa sig um, einu sinni enn. Enda munu þeir gera það þegar rennur af þeim. En þá verður það of seint.

Enginn fjölmiðill gerir út á að sýna það sem vel gengur í þessum sérstöku "bjargið þið þessum löndum en ekki hinum í okkar sértæka fjölmiðlaheimi því okkur vantar áhorf og smelli".

Einhverjir sem muna eftir samhernaði Svartljóss DDRÚV á útgerðarfélagið Samherja? Eða er gullfiskaminnið kannski þegar  fullt.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2015 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband