Hugsjónir og raunsæi í pólitík og lífsviðhorfum

Þverpólitísk leið að flokka stjórnmálaviðhorf fólks er að spyrja hvort það hallist fremur eða hugsjónum eða raunsæi. Hugsjónafólk er bæði til hægri og vinstri í pólitík. Raunsæismenn sækja á miðjuna.

Á hægri vængnum eru frjálshyggjumenn sem gera sölu áfengis í matvörubúðum að kennisetningu. Á vinstri kantinum eru róttæklingar sem vilja afnema þjóðkirkjuna.

Raunsæisfólk í pólitík lætur ekki misúreltar kennisetningar villa sér sýn. Það spyr um greiningu á stöðu mála og leitar að raunhæfum lausnum. Raunsæismenn eru hallir undir reynslurök sem sýna hvað virkar og hvað ekki. Að upplagi er raunsæisfólk íhaldssamt.

Á alþjóðlegum vettvangi takast á hugsjónir og raunsæi. John J. Mearsheimer er bandarískur stjórnspekingur sem sýnir skýrt og skilmerkilega hvernig hugsjónamenn á bandaríkjaþingi og stjórnsýslunni keyrðu keyrðu landið útí ófæru Úkraínu-deilunnar. Á síðustu öld útskýrði David Halberstam mistök Bandaríkjamann í Víetnam út frá hugsjónablindu. Bókin The Best and the Brightest er sígild greining á ófærum hugsjónafólksins.

Íslenskir hugsjónamenn frá dögum kalda stríðsins tóku fjörkipp þegar vesturlönd lögðu sig fram um að mála Pútín Rússlandsforseta sem fasískan arftaka kommúnismans. Núna verða vesturlönd að endurskoða Pútín, vegna þess að hann er bjargvættur þeirra í Sýrlandi.

Flóttamannaumræðan undanfarið vekur löngun hjá hugsjónafólki að bjarga heiminum. Í gær var viðtal í RÚV við konu sem vildi taka til Íslands milljón fóttamenn. RÚV kyndir undir því sem Guðbergur kallar samúðarhræsni og er mörgu hugsjónafólki töm.

Raunsæisfólk, sem ræðir flóttamannavandann, er gjarnan ásakað um kaldlyndi ef ekki verri hvatir. Kalt og yfirvegað mat á aðstæðum er samrýmanlegt skynsamlegri niðurstöðu, bæði í málefnum flóttamanna og öðrum úrlausnarefnum. Öfgar hugsjónafólksins er heimska - og hún og skynsemi eru andstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er margt til í þessu hjá þér: 

Á hægri vængnum eru frjálshyggjumenn sem gera sölu áfengis í matvörubúðum að kennisetningu.

Á vinstri kantinum eru róttæklingar sem vilja afnema þjóðkirkjuna.

Jón Þórhallsson, 13.9.2015 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband