Ţjóđflutningar, fall Rómar og ESB

Heimsveldi Rómar féll á tímum ţjóđflutninga, milli fornaldar og miđalda. Ţýskir fjölmiđlar gera samanburđ á falli Rómar og flóttamannabylgjunni sem skellur nú á Evrópu frá Miđ-Austurlöndum. Die Welt rćđir viđ sagnfrćđinginn Alexander Demandt, sérfrćđings um fall Rómar.

Demandt segir hliđstćđur milli ţjóđflutninganna í dag og fyrir 1500 árum. Í báđum tilvikum eru fátćkar og barnmargar ţjóđir á faraldsfćti og sćkjast eftir velmegun aldurhniginna stórvelda.

Ađlögunarhćfni Rómar var viđ brugđiđ og lengi vel gat stórveldiđ veitt flóttamönnum viđtöku og ađlagađ ţá rómverskum siđum og háttum. En svo fór ađ Róm féll undan ţunganum og heimsveldiđ splundrađist.

Demandt rćđir hlutverk trúarinnar á tímum ţjóđflutninga. Umburđalyndi Rómar fólst í ţví ađ ţeir trúđu ađ allar ţjóđir ćttu sér sömu guđi, ţeir kölluđust ađeins ólíkum nöfnum. Á međan fólk virti rómversk lög mátti ţađ trúa hverju sem vera skyldi.

Einbeitt eingyđistrúarbrögđ, uppruninn í nýlendu Rómverja ţar sem nú heitir Ísrael, létu sér ekki segjast međ umburđalyndiđ og gáfust ekki upp fyrr en keisari Rómverja kraup fyrir krossi og Kristi.

Flóttamönnum samtímans fylgir herská eingyđistrú, ćttuđ úr sama heimshluta og kristni. Múslímar, líkt og kristnir á tímum ţjóđflutninga, heimta ađ hin eina sanna trú spámannsins Múhameđs skuli ríkja en önnur trúarbrögđ víkja - og trúleysi vitanlega einnig.

Fyrir daga kristinna keisara í Róm báru ţeir tignarheitiđ pontifex maximus. Síđar fluttist heitiđ yfir á páfa. Fjöldi páfa er kominn í 266 á vegferđinni frá fornöld til samtíma. Enginn ţeirra heitir Múhameđ, sem segir ţá sögu ađ kristni og múslímatrú blandast ekki.

Veraldarhyggja vesturlands markar trúmálum persónulegan bás. Líkt og á dögum Rómverja má hver og sérhver iđka ţá trú sem vera skal. Trú múslíma, sem er 600 árum yngri en kristni, er ekki komin međ ţann ţroska ađ treysta einstaklingnum fyrir eigin sáluhjálp. Hjarđmennska múslíma krefst ríkistrúar sem er viđhaldiđ međ ofbeldi.

Trúin felldi ekki Rómarveldi. Dyggir lesendur Demandt telja fram 210 ástćđur fyrir falli Rómar. Ástćđur 71 til 82 smellpassa viđ ESB samtímans.

 


mbl.is „Velferđ fólks undir“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert er nýtt undir sólinni,eins og kellingin sagđi.

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2015 kl. 11:50

2 Smámynd: rhansen

Allt fer hring eftir hring ...samt dettur aldrei neinum i hug ađ hćgt se á vitrćnann hátt ađ rjúfa hringin ţvi heimskan eltir og vitiđ kemst ekki ađ fyrr en allt er i rúst á endanum !

rhansen, 13.9.2015 kl. 16:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband