Þjóðflutningar, fall Rómar og ESB

Heimsveldi Rómar féll á tímum þjóðflutninga, milli fornaldar og miðalda. Þýskir fjölmiðlar gera samanburð á falli Rómar og flóttamannabylgjunni sem skellur nú á Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Die Welt ræðir við sagnfræðinginn Alexander Demandt, sérfræðings um fall Rómar.

Demandt segir hliðstæður milli þjóðflutninganna í dag og fyrir 1500 árum. Í báðum tilvikum eru fátækar og barnmargar þjóðir á faraldsfæti og sækjast eftir velmegun aldurhniginna stórvelda.

Aðlögunarhæfni Rómar var við brugðið og lengi vel gat stórveldið veitt flóttamönnum viðtöku og aðlagað þá rómverskum siðum og háttum. En svo fór að Róm féll undan þunganum og heimsveldið splundraðist.

Demandt ræðir hlutverk trúarinnar á tímum þjóðflutninga. Umburðalyndi Rómar fólst í því að þeir trúðu að allar þjóðir ættu sér sömu guði, þeir kölluðust aðeins ólíkum nöfnum. Á meðan fólk virti rómversk lög mátti það trúa hverju sem vera skyldi.

Einbeitt eingyðistrúarbrögð, uppruninn í nýlendu Rómverja þar sem nú heitir Ísrael, létu sér ekki segjast með umburðalyndið og gáfust ekki upp fyrr en keisari Rómverja kraup fyrir krossi og Kristi.

Flóttamönnum samtímans fylgir herská eingyðistrú, ættuð úr sama heimshluta og kristni. Múslímar, líkt og kristnir á tímum þjóðflutninga, heimta að hin eina sanna trú spámannsins Múhameðs skuli ríkja en önnur trúarbrögð víkja - og trúleysi vitanlega einnig.

Fyrir daga kristinna keisara í Róm báru þeir tignarheitið pontifex maximus. Síðar fluttist heitið yfir á páfa. Fjöldi páfa er kominn í 266 á vegferðinni frá fornöld til samtíma. Enginn þeirra heitir Múhameð, sem segir þá sögu að kristni og múslímatrú blandast ekki.

Veraldarhyggja vesturlands markar trúmálum persónulegan bás. Líkt og á dögum Rómverja má hver og sérhver iðka þá trú sem vera skal. Trú múslíma, sem er 600 árum yngri en kristni, er ekki komin með þann þroska að treysta einstaklingnum fyrir eigin sáluhjálp. Hjarðmennska múslíma krefst ríkistrúar sem er viðhaldið með ofbeldi.

Trúin felldi ekki Rómarveldi. Dyggir lesendur Demandt telja fram 210 ástæður fyrir falli Rómar. Ástæður 71 til 82 smellpassa við ESB samtímans.

 


mbl.is „Velferð fólks undir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert er nýtt undir sólinni,eins og kellingin sagði.

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2015 kl. 11:50

2 Smámynd: rhansen

Allt fer hring eftir hring ...samt dettur aldrei neinum i hug að hægt se á vitrænann hátt að rjúfa hringin þvi heimskan eltir og vitið kemst ekki að fyrr en allt er i rúst á endanum !

rhansen, 13.9.2015 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband