Miðvikudagur, 9. september 2015
Hádegismóar, Bessastaðir og fullveldisflokkurinn
Í leiðara tekur Morgunblaðið undir varnaðarorð forseta Íslands um að ekki skuli breyta stjórnarskránni sem skrifuð er í anda borgaralegs lýðræðis á 19. öld og hefur fylgt þjóðinni frá fullveldi.
Morgunblaðið og Ólafur Ragnar túlka sjónarmið þess hluta þjóðarinnar sem vill ekki breyta lýðveldinu í leikvöll vinstrimanna til að henda á milli sín stjórnskipun landsins. Hafi einhver vafi leikið á því að vinstrimenn ala á sundrungu og ófriði hvarf sá efi síðasta kjörtímabil þegar vinstriflokkarnir kyntu undir innanlandsátökum.
Fullveldisflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Ef stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman um brýnustu mál lýðveldisins verður að gera fullveldisflokkinn að formlegum stjórnmálaflokki.
Varar við breytingum á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ég að missa af einhverju? Gúgglaði fullveldisflokkur sjá;- At javnaðarflokkurin er ein samríkisflokkur og tjóðveldi er ein fullveldisflokkur.- Hvussu fáa til sameint tey bæði sjónarmiðini.--- Færeyingar eiga einn slíkan,mér hugnast þetta nafn afar vel. Það jafngildir uppgjöf að líða gleymnum/svikulum ráðherrum að hafa áhrif á ákvarðanir okkar um að kjósa ekki. Það er áhættunnar virði að flykkja sér um sterkan fullveldisflokk.
Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2015 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.