Mánudagur, 7. september 2015
Tæknilegt sakleysi og sakleysi er sitthvað
Tæknilegt sakleysi í sakamálum felur í sér að rannsókn leiðir í ljós að ætlað brot mun ekki leiða til sakfellingar. Ástæður fyrir tæknilegu sakleysi geta verið margvíslegar, s.s. skortur á refsiheimildum, ónógar sannanir, óskýr lög og reglugerðir.
Í fáum orðum: maður getur verið sekur eins og syndin en tæknilega saklaus.
Málsvörn forstjóra Samherja í gjaldeyrismálinu er í fyrsta lagi að hann sé saklaus eins og nýfallin mjöll og í öðru lagi að Seðlabankinn láti stjórnast af einhverju öðru en faglegum sjónarmiðum.
Fréttatilkynning Seðlabanka útskýrir málefnalega tæknilegt sakleysi Samherja og forsvarsmanna félagsins.
Seinni liðurinn í málsvörn Samherja, um meintan illvilja Seðlabanka, fær illa staðist þar sem embætti sérstaks saksóknara tók kæru Seðlabanka til efnislegrar meðferðar sem leiddi til niðurstöðu um tæknilegt sakleysi. Ef málefnalegar ástæður væru ekki að baki kæru hefði ekki farið fram rannsókn.
Viðskiptafélagi Þorsteins Más frá tímum útrásar, Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, heldur ávallt fram barnslegu sakleysi þegar á hann eru bornar sakir og kennir illvilja um opinberar ákærur. Jón Ásgeir er með fjölmiðla í sinni þjónustu til að undirstrika sakleysi sitt.
Þorsteinn Már ætti að finna sér betri fyrirmynd en Jón Ásgeir.
Tilraun til að breiða yfir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er óþarfi að flækja þetta meira Páll. Í réttarríki eru menn SAKLAUSIR þar til sekt er sönnuð.
Ragnhildur Kolka, 7.9.2015 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.