Stjórnmálakerfið lamar sig sjálft

Allir stjórnmálaflokkar á alþingi hafa verið í ríkisstjórn á síðustu tveim kjörtímabilum. Nema Píratar, sem þó eru með þann foringja í brúnni, Birgittu Jónsdóttur, sem varði ríkisstjórn vinstriflokkanna falli.

Strax eftir hrun komst til valda fyrsta vinstristjórn lýðveldissögunnar. Samfylking og Vinstri grænir ætluðu sér langtum róttækari breytingar á samfélaginu en þeir höfðu umboð til. Jóhönnustjórnin ætlaði sér að bylta stjórnskipuninni, koma Íslandi í ESB og kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Vinstristjórnin rann á rassinn með öll sín stóru mál og fékk herfilega útreið í kosningunum 2013, verri en nokkur önnur ríkisstjórn á vesturlöndum hafði fengið.

Í stað þess að draga lærdóma af niðurstöðu lýðræðislegra kosninga tóku vinstriflokkarnir upp bandalag við ýmsa frekjuhópa samfélagsins og reyndi að stjórna lýðveldinu með mótmælafundum á Austurvelli.

Þegar hluti stjórnmálakerfisins segir sig frá meginreglum þess hefur það lamandi áhrif á allt kerfið.

Píratar eru eini flokkurinn sem græðir á upplausnarástandinu. Enda segjast þeir uppreisnarafl.


mbl.is „Hugsi yfir þessari niðurstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð greining, Páll !

Jón Valur Jensson, 5.9.2015 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband