Samfylkingin útrýmdi jafnaðarmönnum

Jafnaðarmenn voru einu sinni stór pólitískur hópur sem gerði sig gildandi í fleiri en einum stjórnmálaflokki. Með 9% er Samfylking ekki jafnaðarmannaflokkur. Dótturflokkurinn, Björt framtíð, er það ekki heldur. Tæplega gera Vinstri grænir tilkall til jafnaðarmennsku og þótt svo væri það klénn jafnaðarmannaflokkur sem hangir í 12 prósent fylgi.

Píratar eru vitanlega ekki jafnaðarmenn.

Samfylkingin, sem stofnuð var um aldamót til að sameina jafnaðarmenn, er búin að útrýma þeim. Á 15 árum er búið að slátra pólitískri hefð á Íslandi.

Maður tárast af minna tilefni.


mbl.is Minnsta fylgi Samfylkingarinnar í 17 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessir sönnu kratar úr fortíðinni snúa þeir sér ekki við í gröfinni yfir hvernig þessir fylkingarmenn eru búnir að gelda hugsjónina.

Ómar Gíslason, 2.9.2015 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband