Ísland er ekki vinnubúðir; fólk er ekki hráefni

Fólk er ekki hráefni fyrir fyrirtæki að stunda rekstur. Þeir stjórnmálamenn sem líta svo á að efnahagskerfið sem upphaf og endir tilverunnar ættu að íhuga sinn gang.

Við erum með efnahags- og atvinnulíf til að þjóna almenningi. Ekki á hinn veginn að almenningur sé fóður fyrirtækja.

Af því leiðir þurfum við ekki að flytja inn einn einasta einstakling til starfa í lýðveldinu. Ef það er ofgnótt af störfum þá einfaldlega fækkum við þeim - og byrjum á því að fækka láglaunastörfum.

Heimaaldir stjórnmálamenn, sem ekki vilja læra af mistökum nágrannaþjóða okkar, sem fluttu inn vinnuafl í láglaunastörf, og bjuggu þar með til félagslega eymd og þjóðfélagslega ólgu tala ekki í þágu almannahagsmuna.


mbl.is Ísland vantar vinnandi hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Held að Unnur Brá ætti að fletta atvinnuleysiskrám áður en fleirrum er leyft að koma hér á bætur.

Þekki fólk sem lifir góðu lífi á bótum og svartri vinnu við að ferðamennskuna.

Lagaðu það fyrst Unnur !

Birgir Örn Guðjónsson, 22.8.2015 kl. 14:43

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Athyglisverð pæling, Páll, í anda spekinnar um að sníða sér stakk eftir vexti.

Kristinn Snævar Jónsson, 22.8.2015 kl. 15:04

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Afar góður punktur, að mínu mati.

Sveinn R. Pálsson, 22.8.2015 kl. 15:50

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Okkar gæði eru súrefni, vatn, náttúra og pláss til að njóta als þessa, á stundum kallað lífsrými. 

Það liggur ekkert á að fylla upp í öll göt á lífsrými okkar, það gerist örugglega nógu fljótt. 

Innflutningur á fólki sem kann ekki að eiga heima hjá sér er vanvit og tilræði við börnin okkar. 

Sá sem nennir ekki að vinna á einfaldlega minni rétt en annar, en það þíðir ekki að efnaður eigi meiri rétt en fátækur. 

Það þíðir að sá sem nennir ekki, eða hugnast ekki að vinna sér og sínum , æti að fara þangað sem þess þarf ekki.    

Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2015 kl. 16:37

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er það ekki þegar svo að fyrverandi skortur á vinnandi höndum fyllir nú þegar allt laust atvinnuhúsnæði um borg og bæi.

Nú vantar aftur vinnandi hendur í láglaunastörf í iðnaði sem stundar massíf undanskot frá skatti. Hvar á að koma þessum nýju vinnandi höndum fyrir? Kannski verða reyst gámahverfi eða tjaldbúðir til að hýsa þetta fólk.

Eggert Sigurbergsson, 22.8.2015 kl. 19:21

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Unnur Brá er stolt af aðkomu sinni að Landeyjarhöfn og hafnar því alfarið að framkvæmdin sú sé klúður. Hafði eitt sinn talsvert álit á þessari ungu þingkonu, en með síðusu ummælum sínum hefur hún skotið sjálfa sig illilega í fótinn. Hárrétt greining hjá þér Páll.

Halldór Egill Guðnason, 22.8.2015 kl. 19:51

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Ef ég skil þetta rétt þá skv. þessu lokum við fiskvinnslum þegar þarf að byggja virkjun og opna stóriðju. Þá hættum við að þrýfa sjúkrahúsin þegar þegar opnar hótel. Æji greyin mín. Annað orð yfir þessa vitleysu sem rædd er hér er samdráttur í Landsframleiðslu. Það er óvart þannig að við þurfum að fá fólk hingað til starfa ef við ætlum að skapa hér velmegun því annars hætta öll fyrirtæki að geta stækkað og nýjar fjáfestingar mundu ekki koma til framkvæmda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.8.2015 kl. 09:07

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel mælt Páll

Sigurður Þórðarson, 24.8.2015 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband