Fimmtudagur, 20. ágúst 2015
Fullveldið og hverjum við treystum fyrir því
Án fullveldis og eigin gjaldmiðils værum við einhvers staðar á milli Grikklands og Írlands í efnahagslegum skilningi. Við værum bónbjargarfólk í eigin landi.
Það liggur fyrir að ,,[e]kkert ríki í Evrópu muni sjá jafnmiklar breytingar á ríkisfjármálunum á jafnskömmum tíma og Íslendingar eru að fara að upplifa," eins og segir í fréttinni. Erlendir aðilar staðfesta hagtölurnar í bókum fjármálaráðherra.
Fullveldisríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur hornstein að efnahagslegri velmegun þjóðarinnar til framtíðar. Sá hornsteinn yrði fljótur að molna ef við kysum yfir okkur liðið sem kyrjar í síbylju ,,ónýta Ísland" og leggur sig fram um að slagorðið verði að áhrínisorðum. Gleymum því ekki.
Afgangur og skuldahreinsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.