Viðskiptastríð við Rússland er fáranlegt

Viðskiptasaga okkar og Rússa er í skemmstu máli sú að þegar Nató-ríkið Bretland setti á okkur viðskiptabann um miðja síðustu öld, vegna deilna um útfærslu landhelginnar, þá gerðu Rússar við okkur viðskiptasamninga sem í meginatriðum halda enn.

Við urðum Nató-þjóð til að verja Norður-Atlantshafið og Vestur-Evrópu fyrir hættunni af kommúnískri árás. Í dag er hvergi í Evrópu hætta á að kommúnistar sitji yfir hlut annarra. Varsjárbandalagið, sem var hernaðarbandalag kommúnistaríkja, féll í sundur með járntjaldinu. Kommúnismi er dautt pólitíkst afl.

Aftur á móti er Nató starfandi hernaðarbandalag og sem slíkt verkfæri Bandaríkjanna og ESB að auka og efla áhrifasvæði þessara stórvelda - á kostnað Rússa. Um það snýst Úkraínudeilan í hnotskurn.

Það er algerlega fáránleg staða Ísland sé í viðskiptastríði við Rússland vegna útþenslu Nató-ríkja í Austur-Evrópu. Íslensk stjórnvöld eiga að breyta þessari stöðu mála. Einfaldlega vegna þess að við eigum ekkert sökótt við Rússa.


mbl.is Bjarni: Efasemdir um þvinganirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll!

Ertu með það á hreinu hvað þú ætlar að kjósa í næstu Alþingiskosningum?

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband