Úkraínudeilan klýfur Framsókn og vinstrimenn

Karl Garðarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir mynda þá blokk í Úkraínudeilunni í Framsóknarflokknum sem fylgir Bandaríkjunum og ESB. Aðrir halda sér til hlés um sinn en það verður bið á því að Ásmundur Einars, Vigdís Hauks og Frosti Sigurjóns stökka á Nató-vagninn í þessari umræðu.

Meðal vinstrimanna er staðan að vinstri grænir eru andvígir útþenslupólitík Nató, Ögmundur Jónasson og Úlfar Þormóðsson tjá sig í þá veru. Samfylkingin fylgir ESB-línunni, eins og við er að búast.

Sjálfstæðismenn, þeir sem tjá sig, eru verulega gagnrýnir á útþenslupólitík Nató í Úkraínu.

Utanríkismál skipa Íslendingum í fylkingar, það er gömul saga og ný.


mbl.is Enginn skortur á „stórgrósserum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægrimaðurinn Björn Bjarnason er sammála vinstrimönnum.

"Furðulegt er að lesa ummæli ýmissa í netheimum eftir að Rússar ákváðu að beita okkur því óvinabragði að setja bann á innflutning á fisk. Bitnar ákvörðun þeirra um að beita ríki utan ESB ofríki líklega þyngst á okkur og brýtur í bága við allt sem viðgengist hefur í viðskiptum þjóðanna í tæpa sjö áratugi. Sovétmenn voru beittir viðskiptaþvingunum með banni á sölu hátæknivarnings til þeirra. Á þeim tíma seldu Kremlverjar Íslendingum á hinn bóginn olíu og keyptu af okkur ýmsan varning. 

Nú lætur Pútín eyða matvælum frá Vesturlöndum í beinni útsendingu og veldur þjóð sinni skaða með því að loka fyrir innflutning á sjávarafurðir (fyrir utan kavíar frá Ítalíu) þá rísa hér upp menn hver um annan þveran og skamma íslensk stjórnvöld og kalla Pútín „Íslandsvin“ eins og lesa mátti hjá einhverjum. Hvílíkur málflutningur.

Skömmu eftir að Pútín innlimaði Krím í mars 2014 í trássi við alþjóðalög kynnti Gunnar Bragi Sveinsson hörð mótmæli íslenskra stjórnvalda, lýsti þjóðaratkvæðagreiðslu á Krím marklausa og sagði að sem EES-ríki mundi Ísland taka þátt í viðskiptaþvingunum með öðrum EES-ríkjum, það er Noregi og Liechtenstein auk ESB-ríkjanna. Ekkert af þessu fór leynt eins og sjá má í fjölmiðlum þess tíma. Að Íslendingar hefðu sagt skilið við þennan ríkjahóp á þessum örlagatíma var fráleitt.

Frá því að þetta gerðist hefur Pútín ekki haldið að sér höndum á hernaðarsviðinu.Eins og sjá má hér segja sérfróðir menn að heræfingar Rússa annars vegar og NATO hins vegar sýni að aðilar búi sig undir átök. Pútín hefur stóreflt rússneska herinn á norðurslóðum og nú er boðað stóraukið sóknarafl hersins við landamæri Finnlands, Eystrasaltsríkjanna og Póllands.

Við þessar aðstæður keppast hinir ólíklegustu menn við að búa til einhvern séríslenskan veruleika þar sem talað er um íslensk stjórnvöld eins og örlagavald þegar allt ofríkið er í boði Pútíns og félaga. Ríkisstjórn og utanríkismálanefnd alþingis standa fast við ákvörðunina sem var tekin strax í mars/apríl 2014. Að hopa frá henni er óðs manns æði.

Í fréttum í dag segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi rætt málið í síma við rússneskan starfsbróður sinn Dmitríj Medvedev. Takist íslenskum stjórnvöldum að fá Kremlverja til að láta af ofstæki sínu ber að fagna því. " af bjorn.is

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 21:41

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þetta er nokkurra daga gömul færsla, og Björn hefur ekki sagt margt síðan. Hann er bersýnilega að íhuga stöðuna. Styrmir Gunnars tekur undir, með semingi þó, að við ættum að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. Að því sögðu sýnist mér flestir sjálfstæðismenn sem tjá sig, t.d. Ívar Pálsson, Jón Magnússon, Hannes Hólmsteinn, Halldór Jónsson og Baldur Hermansson, fremur gagnrýnir á viðskiptaþvinganir gegn Rússum og þátttöku okkar í þeim.

Páll Vilhjálmsson, 16.8.2015 kl. 22:32

3 Smámynd: Jón Bjarni

Ætli hann sé að íhuga inngöngu í Samfylkinguna?

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 22:41

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki alveg eins hægt að finna þennan klofning á meðal xd-fólksins?

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 07:58

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Lýðveldið / lýðræðið virkar; ykkar er valið:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3211/

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 08:20

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Sjálfstæðismenn, þeir sem tjá sig, eru verulega gagnrýnir á útþenslupólitík Nató í Úkraínu."

Setningin að ofan er augljóslega ekki nákvæm samanber eftirfarandi ummæli sjallaþingmanns: 

,,Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem segir Ísland taka þátt með stolti í refsiaðgerðum gegn Rússum."  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/08/17/stolt-af-afstodu-islands-russar-geta-einfaldlega-latid-af-hermanginu-i-ukrainu/

En hitt er svo önnur umræða, - að voðalega kemur Bjarni Ben illa útúr þessu.

Það virðist alveg sama hvað mál eru, að Bjarni greyið tvístígur alltaf og virðist einatt bíða eftir línunni úr hádegismóum eða heimssýn.

Það er alltaf eins og hann Bjarni sé skíthræddur.

Er hann ekki formaður sjallaflokks?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.8.2015 kl. 11:10

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og. ps.  Varðandi framsóknarmenn, að þá hef ég ekki heyrt neinn framsóknarþingmann mæla gegn Íslandi í þessu máli.

Það eru fleiri sem hafa tjáð sig en þeir sem taldir eru upp í pistli.  Td. Líneik Sævars.  Hún er í Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins, að ég tel.

Hún talaði eins og hún væri alveg fylgjandi.

Taka ber eftir hvernig svokallaður formaður framsóknar heldur sig til hlés.

Framsóknarflokkur virðist alfarið fylgjandi.  

Ásmundur Einar hefur ekkert um þetta að segja því hann fer ekkert aftur á þing.  Það eru að koma kosningar bráðum.  Ekki gleyma því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.8.2015 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband