Gunnar Bragi skuldar okkur útskýringu

Það er gott og vel að utanríkisráðherra okkar biðji um fund með rússneska starfsbróður sínum Lavrov. En Gunnar Bragi þarf að gera meira en að funda.

Gunnar Bragi þarf að útskýra, fyrst og fremst fyrir Íslendingum, en einnig fyrir alþjóðasamfélaginu hvernig því víkur við að Ísland taki málstað Bandaríkjanna og ESB í deilum þessara stórvelda við Rússa um forræðið yfir Úkraínu.

Úkraínudeilan er dæmigerð stórveldadeila þar tilraunir eins aðila, þ.e. Bandaríkjanna og ESB, til að færa út áhrifasvæði sitt mætir andstöðu annars stórveldis, Rússa, sem eiga ríkra öryggishagsmuna að gæta.

Bandaríkin og ESB hjálpuðu til við að steypa af stóli rétt kjörinn forseta Úkraínu, Viktor Janúkóvisj. Þar var á ferðinni hrátt valdatafl þar sem lýðræði og mannúð komu hvergi við sögu.

Ísland er í Nató, ásamt Bandaríkjunum og 26 öðrum ríkjum, þ.e. flestum ESB-ríkjum. Nató er varnarbandalag og á ekkert erindi inn í Úkraínu. Ef ráðandi öfl í Nató ætla að gera samtökin að verkfæri fyrir útþenslustefnu verður Ísland að endurskoða aðild sína að samtökunum.

Ísland og Rússland, áður Sovétríkin, eiga langa og farsæla sögu samskipta. Þegar eitt Nató-ríki, Bretland, beitti okkur viðskiptaþvingunum og ofríki með herskipum, vegna landhelgisdeilunnar, þá stóðu önnur Nató-ríki hjá. Rússar, á hinn bóginn, opnuðu fyrir viðskipti við okkur og reyndust okkur betri en margur meintur bandamaðurinn í Nató. Rússland á það ekki inni hjá okkur að við skellum skollaeyrum við ríkum öryggishagsmunum þeirra og hvað þá að Ísland leggi nafn sitt við útþenslustefnu Bandaríkjanna og ESB í Úkraínu.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra getur ekki látið ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu móta afstöðu Íslands til heimsmála. Gunnar Bragi fékk ekki kosningu til að mylja undir ESB. Þvert á móti.

 


mbl.is Vill fá fund með Lavrov
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við þetta má bæta að? talað er um að mannréttindabrot í Rússlandi séu réttlæting fyrir aðgerðum okkar gagnvart Rússum. En hvað um Kínverja? Hvað um Sádi-Araba? 

Ómar Ragnarsson, 13.8.2015 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband