Vændi og mannvirðing

Rök fyrir lögleiðingu vændis eru sterk. Til viðbótar við þau rök sem Hannes Hólmsteinn nefnir virðist sem réttur kvenna til fóstureyðingar, að konan ákveði slíka aðgerð upp á sitt einsdæmi, gildi líka um vændi: vilji kona selja blíðu sína þá sé það hennar ákvörðun.

Á hinn bóginn.

Samfélag okkar býr að djúpstæðum hugmyndum um mannvirðingu, sem fela í sér að þótt meðferð líkama hvers og eins sé alfarið einstaklingsins þá eru engu að síður takmörk fyrir því hvernig leyfilegt sé að fara líkamann.

Við þekkjum til þessara hugmynda um mannvirðingu t.d. í samhengi við nekt á almannafæri. Auðvelt er að sjá fyrir sér viðbrögð samfélagsins ef sú þjónusta byðist að vakúmpakka látum ástvinum í glært plast til að líkami þeirra mætti vera áfram hluti af fjölskyldunni. Þótt lög yrðu eflaust sett á slíka þjónustu í nafni heilbrigðis eða allsherjarreglu þá byggi að baki hugmynd um mannvirðingu.

Kynlífsviðskipti með líkama fólks gerir manneskjuna að söluvöru í allt öðrum skilningi en þegar maður selur handaflið sitt til að stinga upp kartöflur eða malbika götur. Að leyfa slík viðskipti jafngildir að veita afslátt af mannvirðingu. Slíkur afsláttur bitnar á öllu samfélaginu, ekki aðeins þeim sem kaupa og selja vændi.

Mannréttindahugsun okkar gerir ráð fyrir því að við fæðumst frjáls og leyfir ekki að við seljum okkur sjálf sem þræla - þótt við annars vildum og markaður væri fyrir hendi. Sá sem selur sig í kynlíf falbýður meira en það sem þrællinn gefur þrældómnum.

Í stuttu máli: við ættum ekki að lögleiða vændi.


mbl.is Vændi „atvinnutækifæri“ fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg ,Páll.

Kveðja,

Kristján P. Guðmundsson

Kristján P. Gudmundsson, 13.8.2015 kl. 01:00

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Við erum sammála þinni niðurstöðu hér, Páll.

Samanber einnig þessa grein o.fl. um vændismál* á vefsíðu okkar:

Ofurfrjálshyggjan siðlaus í vændismálum

* http://krist.blog.is/blog/krist/category/2549/

Kristin stjórnmálasamtök, 13.8.2015 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband