Vćndi og mannvirđing

Rök fyrir lögleiđingu vćndis eru sterk. Til viđbótar viđ ţau rök sem Hannes Hólmsteinn nefnir virđist sem réttur kvenna til fóstureyđingar, ađ konan ákveđi slíka ađgerđ upp á sitt einsdćmi, gildi líka um vćndi: vilji kona selja blíđu sína ţá sé ţađ hennar ákvörđun.

Á hinn bóginn.

Samfélag okkar býr ađ djúpstćđum hugmyndum um mannvirđingu, sem fela í sér ađ ţótt međferđ líkama hvers og eins sé alfariđ einstaklingsins ţá eru engu ađ síđur takmörk fyrir ţví hvernig leyfilegt sé ađ fara líkamann.

Viđ ţekkjum til ţessara hugmynda um mannvirđingu t.d. í samhengi viđ nekt á almannafćri. Auđvelt er ađ sjá fyrir sér viđbrögđ samfélagsins ef sú ţjónusta byđist ađ vakúmpakka látum ástvinum í glćrt plast til ađ líkami ţeirra mćtti vera áfram hluti af fjölskyldunni. Ţótt lög yrđu eflaust sett á slíka ţjónustu í nafni heilbrigđis eđa allsherjarreglu ţá byggi ađ baki hugmynd um mannvirđingu.

Kynlífsviđskipti međ líkama fólks gerir manneskjuna ađ söluvöru í allt öđrum skilningi en ţegar mađur selur handafliđ sitt til ađ stinga upp kartöflur eđa malbika götur. Ađ leyfa slík viđskipti jafngildir ađ veita afslátt af mannvirđingu. Slíkur afsláttur bitnar á öllu samfélaginu, ekki ađeins ţeim sem kaupa og selja vćndi.

Mannréttindahugsun okkar gerir ráđ fyrir ţví ađ viđ fćđumst frjáls og leyfir ekki ađ viđ seljum okkur sjálf sem ţrćla - ţótt viđ annars vildum og markađur vćri fyrir hendi. Sá sem selur sig í kynlíf falbýđur meira en ţađ sem ţrćllinn gefur ţrćldómnum.

Í stuttu máli: viđ ćttum ekki ađ lögleiđa vćndi.


mbl.is Vćndi „atvinnutćkifćri“ fyrir konur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg ,Páll.

Kveđja,

Kristján P. Guđmundsson

Kristján P. Gudmundsson, 13.8.2015 kl. 01:00

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Viđ erum sammála ţinni niđurstöđu hér, Páll.

Samanber einnig ţessa grein o.fl. um vćndismál* á vefsíđu okkar:

Ofurfrjálshyggjan siđlaus í vćndismálum

* http://krist.blog.is/blog/krist/category/2549/

Kristin stjórnmálasamtök, 13.8.2015 kl. 01:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband