Stríðsleikir Nató og staða Íslendinga

Í Úkraínu deila stórveldin Bandaríkin og Evrópusambandið annars vegar og hins vegar Rússland um forræði yfir landinu sem var stökkpallur Napoleóns og Hitlers inn í Rússland.

Nató, sem er hernaðarbandalag Bandaríkjanna og ESB stundar stríðsleiki við Rússa sem valda meiri spennu í stórveldasamskiptum en dæmi eru um frá lokum kalda stríðsins, segir í greiningu hugveitunnar European Leadership Network og Telegraph greinir frá.

Íslendingar hafa átt í vinsamlegu samstarfi við Rússa, og þar áður Sovétríkin, um áratugaskeið. Hluti af þessu samstarfi eru viðskipti. Allt er þetta í hættu sökum þess að íslenska utanríkisráðuneytið leyfði Evrópusambandinu að nota nafn Íslands í stórveldadeilum við Rússa.

Ísland á ekki aðild að deilu stórveldanna í Úkraínu. Það er mergurinn málsins og þeim skilaboðum eiga íslensk stjórnvöld að koma á framfæri í Washington, Brussel og Moskvu.


mbl.is 37 milljarðar króna í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

"Ísland á ekki aðild að deilu stórveldanna í Úkraínu." Það er svo, Páll. Auk þess ber Íslendingum og sérstaklega alþingismönnum og ríkisstjórn að standa með landi sínu fyrst og fremst og setja hagsmuni Íslands ofar hagsmunum annarra. Það ætti að vera augljóst, eðli málsins samkvæmt.

Kristinn Snævar Jónsson, 12.8.2015 kl. 13:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er laukrétt Kristinn,en svo oft og svo lengi hefur mönnum sést yfir það,eða eigum viða að segja hundsað það.Menn sverja eiða án þess að haggast og líta framhjá hnignun siðferðis.> Googlað orðið:- Sem er grundvallar reglur og gildi sem varða þær athafnir og þá breytni sem hefur áhrif á aðra;-  Gerðir þeirra þingmanna, sem eru að ráskast með vinsamlega viðskiptaþjóð Íslands,brýtur eiðstafinn,svo alvarlegt  er það að mínum dómi. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2015 kl. 14:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ráskast með vinsamlegt viðskipta samband.

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2015 kl. 15:57

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað borga Íslendingar mikið í árgjald i NATO klúbbinn? Kanski er það nóg fyrir Ísland að segja sig úr NATO og þar kanski sparast 37 milljarðar sem tapast af að missa viðskiptin við Rússa.

Jóhann Kristinsson, 12.8.2015 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband