Föstudagur, 7. ágúst 2015
Rangt mat utanríkisráðuneytisins á Úkraínudeilunni
Utanríkiráðuneytið leggur rangt mat á Úkraínudeiluna og í framhaldi eru teknar rangar ákvarðanir um stuðning Íslands við viðskiptabann Bandaríkjanna og ESB á Rússa.
Í vetur var tekin saman greining á Úkraínudeilunni sem rétt er að endurbirta í ljósi umræðunnar
Evrópusambandið með Nato sem hernaðarvæng víkkuðu út áhrifasvæði sitt í austur og innbyrtu Eystrasaltsríkin, Pólland, Rúmeníu og Búlgaríu. Rússum stafaði ógn af þessari útþenslu og létu vesturlönd vita skýrt og ákveðið að öryggishagsmunum Rússlands væri ógnað með útþenslu ESB og Nato í austur.
John J. Mearsheimer rekur útþenslu ESB/Nato skilmerkilega í grein í Foreign Affairs og leggur ábyrðina á Úkraínudeilunni alfarið á herðar vesturveldanna.
Evrópa er í stríði í Úkraínu, skrifar fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer. Þegar sambandssinnar eins og Fischer nota orðið ,,Evrópa" eiga þeir við Evrópusambandið.
Úkraína var leið Napoleóns og Hitler inn í Rússland á tveim síðustu öldum. Engin rússnesk stjórnvöld gætu liðið að Úkraína yrði ESB/Nato-ríki með þeirri ógn sem sú staða yrði fyrir öryggishagsmuni Rússa.
Evrópusambandið er hallt undir landvinninga í austri enda vegur það upp á móti upplausnarástandinu innan landamæra ESB þar sem evru-kreppan klýfur samstöðuna. Í augum manna eins og Fischer og ýmissa álitsgjafa er vandamálið á hinn bóginn Pútin og hann gerður að hálfgerðum brjálæðingi.
Ófriðurinn í Evrópu verður ekki leystur í bráð. Deila ESB/Nato við Rússa í Úkraínu verður báðum aðilum dýrkeypt. Þjóðverjar eru óðum að átta sig á því að vopnavæðing úkraínskra stjórnvalda leysir ekki vandann heldur eykur hann.
Úkraínudeilan er dæmigerð valdastreita stórvelda. Ísland á ekki aðild að þessari deilu og ætti ekki að taka afstöðu til deilenda.
Utanríkisráðuneytið er undir hæl ESB-sinna. Aðalsamningamaður Össurar Skarphéðinssonar fyrrv. utanríkisráðherra, sem fór fyrir misheppnuðustu og dómgreindarlausustu diplómatíu sögunar frá Gamla sáttmála að telja, var gerður að ráðuneytisstjóra af Gunnari Sveini Bragasyni, sitjandi utanríkisráðherra. Gunnar Bragi fékk ekki kosningu til að auka vægi ESB-sinna í stjórnsýslunni.
Undir stjórn Gunnars Braga og ESB-sinna í ráðuneytinu var skrifað vísvitandi óskiljanlegt bréf um afturköllun ESB-umsóknar Íslands. Mistökin í tengslum við Úkraínudeiluna eru sömu ættar: ráðuneytið tekur hagsmuni ESB fram yfir íslenska hagsmuni.
Til að bjarga pólitískri framtíð sinni þarf Gunnar Bragi utanríkisráðherra að skipta um ráðuneytisstjóra um leið og hann tekur Ísland af lista þeirra þjóða sem styðja viðskiptabann á Rússa.
Athugasemdir
Eystrasaltsríkin og Pólland hljóta að vera sjálfráð hvort þau ganga í Nató eða ESB. Varðandi það að við erum ekki aðilar að þessari Úkraínudeilu þá erum við í Nató og gefur okkur þá skyldu á herðar að styðja við stefnu bandalagsins. Um þetta eru allir flokkar á Alþingi sammála.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.8.2015 kl. 11:14
Tækifærissinni er það ekki Páll ?
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2015 kl. 16:25
Sæll vertu
Hvað innflutningsbann Rússa á fiski frá Noregi og Íslandi varðar, þá er skýringin væntanlega einföld. Síðast þegar ég vissi (nú í vor) þá voru Rússar að ganga í að eyða gjaldeyrisvaraforða sínum á næstu 2 árum og halli á ríkissjóði gríðarlegur. Það var fyrir síðustu olíuverðslækkun eftir Íranssamninginn. Þetta skýrir margt um innflutningsbönn; gjaldeyrisvaraforðinn kann að endast 2 mánuðum lengur en ella.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 7.8.2015 kl. 16:49
Hefði Rússland ruðst inn í Finnland og innlimað stórt svæði inn í rússneska ríkjasambandið,ætti Ísland bara að sitja hjá til að geta selt fisk til Rússlands?
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 17:58
Góð spurning, Hermundur.
Wilhelm Emilsson, 7.8.2015 kl. 18:11
Ef það þjónar hagsmunum landsins að sitja hjá þá er svarið einfallt ekki satt?
Sindri Karl Sigurðsson, 7.8.2015 kl. 20:56
Hermundur
Þetta hjá þér er bara ekki sambærilegt, því að fyrir það fyrsta þá var EKKI um að ræða stríð/átök af neinu tagi og engin dó við sameiningu Krímskaga við Rússland. Við vitum að allt frá árinu 1991 eða eftir atkvæðaafgreiðslu þá vildu íbúar Krímskaga sameinast aftur Rússlandi, en þeir fengu það ekki, nú og þegar ólýðræðisleg- og skipuð stjórnvöld tóku við völdum ásamt ný-nasistum, þá vildi þetta fólk þarna á Krímskaga fá atkvæðaafgreiðslu strax og slíta sig frá þessum skipuðu strengjabrúðum.
Það kann að vera að þú viljir að styðja fleiri svona litabyltingar á vegum ríkisstjórnar BNA, en hafa verið í Serbíu, Georgíu, Kirgisistan og Úkraínu, til að koma inn svona skipuðum og ólýðræðiskjörnum strengjabrúðum, eða svo að breytingar geti átt sér stað fyrir Bandaríkin, Burisma Holdings,Chevron, Shell, NATO og ESB. En við hérna erum ekkert fyrir svona ógeð á vegum BNA og co. þú?
En varðandi framtíðina viltu þá EKKI bara spyrja hana Viktoríu Nuland, aðstoðarutanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum borguðu 5 milljarða dollara til þess að koma stjórnvöldum í Úkraínu frá völdum, svo og þar sem þau Viktoría og Geoffrey Pyatt skipulögðu og settu saman þessa líka strengjabrúðuríkisstjórn Úkraínu eins og frægt er orðið?
Nuland-Pyatt leaked phone conversation _COMPLETE with SUBTITLES https://www.youtube.com/watch?v=WV9J6sxCs5k
Victoria Nuland's Admits Washington Has Spent $5 Billion to "Subvert Ukraine" https://www.youtube.com/watch?v=U2fYcHLouXY
Both Pentagon and NATO are aware of a "Russian invasion" rumor produced by Kiev official, but said they have no evidence to back it, instead claiming that Russia again boosted military presence along the border in yet another potentially threatening move.
On Friday a spokesman for Ukraine's National Security Council, Andrey Lysenko, has announced that Russia has sent 32 tanks, 16 howitzers, 30 trucks of ammunition and three trucks with radar equipment to rebel-held areas - offering no evidence of his claim.
After the news made headlines in the western media, NATO rushed to reassure the press that the alliance was aware and "looking into these reports," which if confirmed "would be further evidence of Russia's aggression."
Speaking to journalists, Pentagon spokesman Rear Adm. John Kirby also could not confirm the reports.
"I don't have any independent operational reporting that would be able to confirm that report that these formations have crossed the border," Kirby said.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 22:00
Það er ekkert hlutleysi til í þessu máli.
Ef menn vilja hætta við að vera í hópi lýðræðisþjóða Evrópu, okkar helstu vina og viðskiptaþjóða, og láta strika Ísland útaf listanum etc., - þá eru menn jafnframt að lýsa stuðningi við rússa eða Putinstjórnina.
Eg var eiginlega að vona að þjóðrembingar og framsjallar myndu læra af þessu.
Ráðamenn sem að koma (og þar er Gunnar ekkert einn í ráðum. Málið er alvarlegra en það að hann einn ráði hvað Ísland gerir) hafa núna sett svakalega mikið ofaní við þjóðrembinga.
Í raun eru þjóðrembingar barasta rassskelltir.
Dáldið merkilegt. Þjóðrembingar rassskelltir og sett ofaní við ákveðna aðila innan framsjallaflokksinns.
Þegar það er búið, - þá lemur ríkisstjórnin LÍÚ í hausinn.
Öll þessi atburðarrás er mikill álitshnekkir fyrir LÍÚ og þjóðrembinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2015 kl. 10:15
Einar Sveiin Hálfdánarson
Ég held ég verði að leiðrétta þig svo þú sért ekki að gera þér óraunhæfar væntingar.
Halli á ríkissjóði Rússlands er 0,5% og er með því minnsta sem gerist.
Þessi halli er ekki fjármagnaður með lántökum ,heldur greiðslum ú "rainy day fund" sem er um 75 milljarðar dollara.
Venjulega er Rússneski ríkissjóðurinn rekinn með hagnaði ,stundum miklum,en undantekningar frá þessu eru árin 2010 og 2011
Gjaldeyrisforði rússa her ekki að brenna upp helldur hefur hann verið að aukast síðustu mánuði eftir snarpa niðursveiflu síðasta vetur.
Að auki hafa þeir keyft 80 tonn af gulli.
Gjaldeyrisafgangur þeirra af vöruskiftum stefnir í að verða 160 milljarðar dollara á árinu.
Að sjálfsögðu getur það eitthvað breyst á síðustu mánuðunum ,en það er ljóst að afgangurinn verður verulegur.
Ég var að lesa mér til um þetta nýlega og ein ástæðan fyrir að við vorum ekki settir í bann var að Rússar höfðu ekki aðgengi að fiski frá öðrum aðilum.
Nú hefur það verið leyst og þeir eru núna tilbúnir að skera á fiskinnflutninng frá Íslandi.
Þessi markaður sem er að tapast mun að öllum líkindum ekki koma til baka nema að litlu leiti ef höftin verða afnumin,enda eru komin á önnur viðskiftasambönd sem þeir hafa enga ástæðu til að skera á.
Borgþór Jónsson, 8.8.2015 kl. 13:03
Eins og venjulega Ómar, þá er ekkert sem heitir sjálfstæð hugsun til hjá þér. Þú segir vina okkar í Evrópu, hverjir eru það væni?
1. Þeir sem stilltu okkur upp við vegg og heimtuðu eignir þjóðarinnar upp í skuld einkafyrirtækja?
2. Þeir sem passa upp á að þeirra eigin þegnar fái ekki að kynnast viðskiptabanni á Rússa upp á eigin spýtur, dæmi gaskaup Evrópuþjóða af Rússum eru óbreytt.
3. Hverjir eru þessir framsjallar sem þú tönglast sí og æ á?
Sindri Karl Sigurðsson, 8.8.2015 kl. 18:36
Svar:
3. Framsóknarmenn og sjallaflokksmenn.
2. Það eru rússar sem setja þetta bann á íslenskar vörur. ESB ræður því ekkert hvað rússar gera.
1. Það hefur bara enginn gert þetta, nema þá helst elítufyrirtækim hérna og sérhagsmunaklíkurnar. Þær hafi kannski stillt almúga hérna upp við vegg og lamið og barið á honum með hjálp framsjalla og yfirstjórn þjóðrembinga. Það gæti vel verið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2015 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.