Ísland á ekki aðild að Úkraínudeilunni

Evrópusambandið ásamt Bandaríkjunum og Nató eru í landvinningaleiðangri í Úkraínu og hittu þar fyrir Rússa. Vestur-Evrópuríkin Þjóðverjar og Frakkar hófu árásarstríð gegn Rússum á 19. og 20. öld.

Undir stjórn ESB yrði Úkraína fleygur inn í Rússland og er veruleg ógn við öryggishagsmuni Rússa. Hér er um að ræða dæmigerða valdastreitu stórvelda. Hyggilegast er fyrir smáþjóðir að skipta sér ekki af enda ekki í húfi alþjóðareglur um fullveldi þjóða.

Ísland á ekki aðild að Úkraínudeilunni og ætti ekki að skipa sér þar í flokk.


mbl.is Eigum ekki í prívat útistöðum við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Páll

Þessi greining þín liggur hreinlega í augum uppi og því er öll afstaða og framkoma Utanríkisráðherra Íslands í þessu "plotti" illa lyktandi, grunsamleg og í besta falli óskiljanleg.

Jónatan Karlsson, 1.8.2015 kl. 17:47

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það eru engin stórveldi að leika sér þarna... Bara meira og minna pólitíkusar sem vita ekki einu sinni að þeir eru að klóra birni í hýði.

Kvikindið er að vakna og þeir eru með vasahníf til að verjast honum... Týpískir hálfvitar.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.8.2015 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband