Heimsmynd án trúar er mótsögn - vandi fjölgyðistrúar

Veraldleg heimsmynd gæti verið byggð á vísindum, ef ekki væri fyrir það að vísindin eru of takmörkuð í tvennum skilningi.

Í fyrsta lagi eru þau í stöðugri endurskoðun. Engar niðurstöður eru án fyrirvara um að nýjar rannsóknir munu ómerkja það sem áður var haft fyrir satt. Í öðru lagi veita vísindi ekki svör við spurningum um tilgang og merkingu lífsins. Engin heimsmynd fær hljómgrunn án svara við slíkum spurningum.

Trú hlýtur alltaf að koma við sögu í mótun heimsmyndar. Misskilningurinn sem tröllríður umræðunni um hlutverk trúar í samfélaginu er að hún þurfi að vera eingyðistrú. Ofbeldishneigðustu trúarbrögð síðustu tveggja árþúsunda, kristni og múhameðstrú, boða annað hvort eða tilveru; trú eða vantrú.

Löngu fyrir daga Jesú og Múhameðs tíðkaðist fjölgyðistrú. Trúarfjölbreytni var ríkjandi. Í suðupotti ólíkra trúarsannfæringar, í Eyjahafi forn-grískra borgríkja, verður til nútímahugsun um meginþætti samfélagsins, s.s. lýðræði og réttlæti, og hornsteinn er lagður að vísindum og fræðum eins og við þekkjum þau í dag.

Rómverjar byggðu heimsveldi á grunni fjölgyðistrúar. Það var ekki fyrr en heimsveldi þeirra stóð á fallandi fæti sem keisararnir gerðu kristni að ríkistrú. (Innan svig er þess að geta að kristni, gríska rétttrúnaðarútgáfan, framlengdi líf rómverska ríkisins, þ.e. austurríkisins, um þúsund ár. Ergó: eingyðistrú er seiglíf).

Vestrænt samfélag síðustu 200 ára eða svo byggir á fjölgyðistrú. Við trúum á byltinguna, mannréttindi, réttlæti, femínisma, lýðræðið, föðurlandið, kynþáttinn, sveitarfélagið, íþróttafélagið, kynhneigðina og hvaðeina annað sem okkur þykir merkilegt. Hvert og eitt okkar fær persónulegt frelsi til að stunda hvern þann átrúnað sem hugurinn stendur til.

Fjölgyðistrú samtímans er afleiðing frönsku byltingarinnar og hún var blóðug. Eingyðistrúin sem franska byltingin felldi af stalli var kristni. Árangurinn er sá að vestræn kristni er strillt og prúð í fjölgoðasamfélaginu. Fylgismenn Múhameðs spámanns voru hvergi í Evrópu að taka upp hanskann fyrir sína útgáfu af eingyðistrú og byltingarlexían fór fyrir ofan garð og neðan múslímasamfélaga.

Eftir seinna stríð tóku múslímar að streyma til Evrópu frá ríkjum þar sem franska byltingin kom ekki við sögu. Múslímar nýttu sér trúfrelsi á Vesturlöndum til að koma ár sinni fyrir borð. Eingyðistrú múslíma torveldar þeim skilning á vestrænni fjölgyðistrú. Hjá múslímum er enn ríkjandi gamla sjónarmiðið um annað hvort eða: trú eða vantrú.

Veikleiki vestrænnar fjölgyðistrúar er að hún umber eingyðistrú, t.d. þá múslímsku, sem vill fjölgyðistrúna feiga. Samkvæmt skilgreiningu er fjölgyðistrú ekki ein heldur mörg. Hún býr aðeins að þessum almenna samnefnara, að hver maður trúir því sem hann vill.

Af þessu leiðir að vestræn fjölgyðistrú stendur höllum fæti gegn ágengri múslímskri eingyðistrú.

   


mbl.is Enginn Jesú, enginn Múhameð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll!

Hver er afstaða þín til hjónabanda samkynhneygðra?

Jón Þórhallsson, 21.7.2015 kl. 11:07

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll aftur!

Telur þú þig vera KRISTINNAR trúar?

Jón Þórhallsson, 21.7.2015 kl. 13:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afskiptasemi mín leyfir mér að undrast spurningu jóns Þórhalls,eftur lestur þessa snilldar pistils.- - 

Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2015 kl. 13:44

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Það mátti reyna," Páll, en "fjölgyðistrú" er hvorki fjölhyggjan (pluralism) né fjölmenningarhyggjan (multiculturalism).

Og hvernig víkur því við, að þú segir kristni meðal tveggja "ofbeldishneigðustu trúarbr[agða] síðustu tveggja árþúsunda"? Aztekar fórnuðu 25.000 manns árlega í blóðugum, sársaukafullum mannfórnum -- hvernig berðu slíkt saman við kristni? -- kannski með því að vilja ekkert af þessu vita?

Jafnvel hér á Íslandi og víðar meðal ásatrúarmanna fóru fram mannfórnir til guðanna (mörgu!). Gyðingdómur og kristindómur leyfir ekki mannfórnir.

Jón Valur Jensson, 21.7.2015 kl. 17:43

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kristni í dag er allt önnur en hún var framan af, eins og tekið er fram í pistlinum. Í nafni kristni voru fyrrum framin voðaverk, bæði innan kristni, sbr. galdrabrennur á 16. og 17. öld og 30-ára stríðið, svo tvennt sé nefnt, og milli kristni og ,,vantrúaðra" - má þar tíunda hegðun kristinna Evrópumanna í Afríku, sem var réttlætt með kristni, og lengra aftur í sögunni eru krossferðirnar á hámiðöldum nærtækt dæmi. Kristni aðlagaði sig að breyttri heismmynd eftir frönsku byltinguna og fann sér syllu í veraldlegu samfélagi þar sem trúfrelsi ríkir.

Páll Vilhjálmsson, 21.7.2015 kl. 20:25

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Einmitt. Það sem yfirleitt er kallað „pólitísk rétthugsun“ en ég vil nefna „flathyggju“ eru hin reyndar hin nýju eingyðis- eða alræðistrúarbrögð Vesturlanda. Samkvæmt þessum kenningum gilda lögmál náttúrnnar og lifrikisins ekki um mannkynið þannig að t.d. eru kyn, kynþættir og kynhneigðir mannanna eins. Ég gerði reyndar nokkra grein fyrir þessum nýju trúarkenningum i ritgerðinni „Eyja Sancho Panza“ í Þjóðmálum fyrir nokkrum árum.

Þessi grein, eða öllu heldur ritgerð, er í nýjasta hefti Þjóðmála, sem kom út í síðustu viku. Feministar,...

VEY.BLOG.IS

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.7.2015 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband