Þriðjudagur, 14. júlí 2015
Hringbraut skáldar upp pistlahöfund - og vitnar í hann
ESB-miðillinn Hringbraut er ómerkilegasta útgáfan á Íslandi um þessar mundir. Hringbraut skáldar upp pistlahöfund, Ólaf Jón Sívertsen, og vitnar í hann sem heimild fyrir uppslætti á forsíðu.
Jóhannes Þór Skúlason afhjúpar svikamyllu Hringbrautar með strámanninn Ólaf Jón í aðalhlutverki.
Fjölmiðill sem blekkir lesendur eins og Hringbraut er eins og sníkjudýr í umræðunni og óalandi og óferjandi eftir því.
Svei þér, Hringbraut.
Athugasemdir
Þetta eru dæmigerð vinnubrögð Samfóista.* Ætli Sigmundur Ernir hafi ekki skrifað pistilinn eða fengið Össur Skarphéðinsson til þess fyrir sig og gervimennið "Ólaf Jón Sívertsen"?!
* Þeir birta ekki það, sem kemur illa við þá (t.d. aðsendar greinar til Fréttablaðsins -- eða athugasemdir við þessa gervifrétt þeirra) og spinna svo upp lygar eins og þessa grein þarna, finnst tilgangurinn helga meðalið að búa til slíka smjörklípu á athygli manna, þegar illa stendur í bólið þeirra Evrópusambands-innlimunarsinnanna vegna augljósrar svínbeygingar þessa uppáhalds-stórveldis þeirra á fyrrum fullvalda lýðveldinu Grikklandi.
Jón Valur Jensson, 14.7.2015 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.