Árni Páll og Katrín Júl. á flótta

Ekki náðist í formann eða vara­formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við vinnslu frétt­ar­inn­ar þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir.

Ofanritað er niðurlag fréttar mbl.is um kreppu Samfylkingar. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka sem vilja ekki láta ná í sig eru komnir í veruleg vandræði.

Líkast til er það önnur Katrín, sum sé Jakobsdóttir, sem veit meira um framtíð Samfylkingar en Árni Páll og Katrín Júl. samanlagt.


mbl.is Fylgiskrísan stærri en formaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ekkert mál að tapa í kappleikjum um alheimsbikar,þú bara varst ekki í þínu besta. En þessi kreppuslagur snerist um fjöregg þjóðarinnar,líf landa þinna og yndi.Hvernig er hægt að keppa um að færa það öðrum þjóðum,?? Svo stend ég mig að því að finna til með töpurunum núna,grimm eins og tigur í bardaganum öll þessi ár.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2015 kl. 16:16

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Í hugum margra stendur Saf fyrir skilyrðislausa inngöngu í ESB.  Nú er komið í ljós, að allt skjall þeirra um samtryggingu og velmegun með sameiginlega mynt var helbert skrum, eins og andstæðingar aðildar að ESB hérlendis, bæði til hægri og vinstri, hafa alla tíð haldið fram.  Saf er þess vegna með allt á hælunum, og forysta flokksins er rúin trausti eftir allan blöðruselsháttinn.

Mæli með til lestrar grein Hjörleifs Guttormssonar í Mogganum í dag, "Reynsla Grikkja af Evrópusambandinu er mikil lexía, líka fyrir Íslendinga".

Bjarni Jónsson, 9.7.2015 kl. 20:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eru þau bara ekki bæði í Brussel, að sjóða saman björgunarpakka fyrir Grikkland?????

Jóhann Elíasson, 9.7.2015 kl. 20:47

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já slæmt er það orðið, og Jóhanna Sigurðardóttir flutt til Svíðjóðar heyrði ég...

Það mátti alveg búast við þessu þar sem Samfylkingin er flokkur samansettur af mörgum fyrri flokkum sem lögðust af...

Erum við ekki að horfa á það gerast núna með Bjarta framtíð, birtan er kannski svo mikil að fólk flýr... surprised

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2015 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband