Þriðjudagur, 7. júlí 2015
Grikkir vilja láta kasta sér úr evru-klúbbnum
Evrópskir fjölmiðlar segja Grikki koma tómhenta til leiðtogafundarins í Brussel. Engar tillögur til að réttlæta milljarðaframlög til gjaldþrota þjóðríkis.
Evrópskir þjóðarleiðtogar segja hver um annan þveran að Grikkir verði að koma með raunhæfar tillögur til lausnar á skuldavandanum í Grikklandi þar sem bankar eru lokaðir í viku.
Að Grikkir komi tómhentir til Brussel þýðir aðeins eitt: þeir vilja láta kasta sér úr evru-samstarfinu enda þora þeir ekki fara sjálfviljugir út.
Tsipras beðið með eftirvæntingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.