Á Egill Helga nægar evrur?

Evran hrynur í beinni útsendingu í Grikklandi og þar er staddur Egill Helgason álitsgjafi og evruvinur til margra ára. Alvöru fréttamenn á vettvangi lýsa aðstæðum í Grikklandi og velta fyrir sér framtíð lögeyris Evrópusambandsins.

Evruvinurinn Egill er ekkert að spá í biðraðirnar við tóma hraðbanka í Grikklandi. Í dag bloggar hann um flugvöllinn í Vatnsmýri og siðblindan bankamann sem gæti fundið lausn á evruvandanum í Grikklandi. Egill segir siðblindingjann ,,feykilega" snjallan hagfræðing sem kann fínar lausnir á öllu öðru en einkalífinu.

Líklega er Egill Helgason vel birgur af evrum og þarf ekki að standa í biðröð eftir þeim eins og grískur almenningur.


mbl.is Gjaldeyrishöft í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Egill er með ólíkindum einsýnn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.6.2015 kl. 20:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Egill hlýtur að hafa farið með fulla vasa af evrum, því einhvern vegin verður hann að greiða fyrir gómsætu kjúklingabringurnar sem vonandi fást enn þarna suður frá.

Le Figaro greindi reyndar frá því í dag að bæði Þýskaland og Bretland ráðleggi borgurum sínum, sem hyggja á Grikklandsferð, að birgja sig upp af reiðufé. Erfitt að standa með gullkortið sitt við galtómann hraðbankann.

Ragnhildur Kolka, 28.6.2015 kl. 21:01

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

 Tsipras og Varoufakis eru (in their old age trying to put things right) að Reyna að koma hlutunum á hreint. Grikkirnir voru illa plataðir 2010 til að Samþykkja Brjáladar óraunhæfar kröfur. Betra ef þeir hefðu tekið slaginn þá! 

Kolbeinn Pálsson, 28.6.2015 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband