Krugman: Ísland er fullvalda, Grikkland ekki

Ísland er fullvalda ríki með eigin mynt og gat spyrnt sig úr kreppunni eftir bankahrunið. Grikkland býr ekki við eigin gjaldmiðill og er varla fullvalda enda undir járnhæl útlendra embættismanna.

Á þessa leið er greining nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Paul Krugman, á stöðu Grikkja. Upphafssetningin í grein hans í New York Times tekur af allan vafa:

It has been obvious for some time that the creation of the euro was a terrible mistake. (Í nokkurn tíma hefur það verið augljóst að hræðileg mistök voru gerð þegar evran var búin til).

ESB-sinnar á Íslandi, með Samfylkinguna í farabroddi, vildu sturta fullveldinu ofan í göturæsin í Brussel til að við myndum fá evru í stað krónu.

Grikkland hrynur i beinni útsendingu vegna evrunnar og íslenskir ESB-sinnar hlaupa í felur.

 

 


mbl.is Grískir bankar lokaðir alla vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Án þess að ég sé neitt sérstaklega hlynntur ESB;

hvernig er ástandið í Svíþjóð og á Möltu?

Jón Þórhallsson, 29.6.2015 kl. 10:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er eiginlega óskiljanlegt við þetta er hvers vegna Grikkir voru að biðja um leyfi frá Brüssel að veita bönkunum sínum lausafjarfyrirgreiðslu. Svona svipað eins og maður þyrfti að sækja um sérstakt leyfi frá vatnsveitunni til þess að vökva blóminn í garðinum í þurrviðri. Þetta varð svo enn skrýtnara þegar leyfinu var bókstaflega hafnað, svona svipað og vatnsveitan hefði ákveðið að skrúfa hreinlega fyrir vatnið til manns!

Þess vegna eru grískir bankar lokaðir í dag: það eru engir peningar í þeim vegna þess að leyfi fyrir því fékkst ekki frá Brüssel.

Með öðrum orðum: Grikkland er orðið nýlenda undir hæl auðvaldsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2015 kl. 12:01

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fullyrðingin sem vitnað er í í fyrirsögninni er röng. Grikkland er jafn fullvalda ríki og Ísland. Það er hins vegar þannig með þá sem spila rassin úr buxunum í fjármálum að þeir verða háðir sínum lánveitendum og þurfa oft að hlýta skilyrðum frá þeim. Það er sú staða sem Grikkland er í.

Það er einfaldlega þvæla að það felist í sér afsal á fullveldi að ganga í ESB. 

Sá vandi sem Grikkir eru í er komin til vegna óráðsíu þeirra sjálfra í fjármálum áratugum saman. Þeir hafa verið með mikin viðskiptahalla í langan tíma það er haldið uppi sínum lífskjörum með lánum. Nú er eifnaldlega komið að skuldadögunum og þess vegna eru þeir "undir járhhæl" lánveitenda sinna. Það stafar einfaldlega af því að þeir geta ekki greitt af lánum sínum öðruvísi en að fá lán til þess og því verða þeir að sæta þeim kostum sem þeir setja sem eru tilbúnir til að lána þeim. Finni þeir aðra láveitendur sem ekki setja slík skilyrði þá geta þeir farið sínu fram.

Og hvað lausafjárfyrirgreiðsluna sem Guðmuindur talar hér um þá er staðreyndin sú að Grikkir prenta ekki Evrur og þurfa því að fá aukna lausafjárfyrirgreiðslu frá þeim sem það gera. Ef þeir væru með sinn eigin gjaldmiðil gætu þeir vissulega veitt sínum bönkum þá miklu lausafjárfyrirgreiðslu sem þeir óska eftir en í kjölfarið kæmi mikil verðbólta og væntanlega á endanum óðsverðbólga.

Staðreyndinrar eru þær að Grikkir hafa einir og án aðstoðar komið sér í þann fjárhasvanda sem þeir eru í en ESB og AGS eru að reyna að hjálpa þeim úr þeim vanda. Grikkir hafa hins vegar ekki veirð tilbúnir til að fara að þeim skilyrðum sem sett eru fyrir slíku og þess vegna sitja þeir í þeirri súpu sem eþir eru í. Rétt eins og Íslendingar kusu þeir poppúlistaflokka yfir sig sem fóru í stríð við þá sem hafa reynt að hjálap þeim og þess vegna standa þeir í þeim sporum sem þeir eru í.

Væru Grikkir utan ESB væri vandi þeirra mun meiri en hann er enda væri þá aðeins við AGS að semja og þá væri líklega óðaverðbólga í þeirra eigin gjaldmiðli sem enn yki á vandann.

Sigurður M Grétarsson, 30.6.2015 kl. 07:55

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt að geta sagt í sömu athugasemdinni:

a) að Grikkland sé "jafn fullvalda" og Ísland, og

b) að það sé það ekki

Það er líka merkileg kenning að ef allt peningamagn í umferð hyrfi og sama magn væri prentað að nýju í staðinn, myndi það einhvernveginn valda verðbólgu að vera með óbreytt peningamagn í umferð.

Stórmerkilegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2015 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband