Karlar aðeins með 30% stúdentsprófa - kvenvæðing samfélagins

Ef fyrsta gráða í háskóla, BA/BS, er hið nýja stúdentspróf þá eru konur þar í miklum meirihluta. Samkvæmt fréttaskýringu í Sunnudagsmogga útskrifar Háskóli Íslands 2.615 manns fyrri hluta árs og eru konur 68% en karlar aðeins 32%.

Þar sem HÍ útskrifar fólk með BA/BS sem og meistara- og doktorsnema, þar sem konur eru enn sterkari en karlar, má gera ráð fyrir hlutfall karla með grunngráðuna sá 30% eða minna.

Að baki tölum um yfirtöku kvenna á háskólum glittir í stærri þjóðfélagsbreytingar en flesta grunar. Hatrömm kjaradeila BHM við ríkið, þar sem krafist er að menntun (kvenna) skili hærri tekjum en það sem ómenntaðir (karlar) fá í kaup, er aðeins ein birtingarmynd þjóðfélagsbreytinganna.

Menntun og mannaforráð haldast í hendur. Fari sem horfir verða konur ráðandi í samfélaginu á líkan hátt og karla réðu um miðja síðustu öld. Kvenvæðing samfélagins gæti einnig birst í gengisfellingu menntunar. Kennarastarfið var t.d. gengisfellt samhliða kvenvæðingu þess.

Kvenvæðing þjóðfélagsumræðunnar er þegar hafin. Allir fimm heimildarmenn í fréttaskýringu Sunnudagsmogga um hrakfarir karla í skólum eru konur. Skilaboðin voru þessi: karlar vita ekkert hvað amar að karlkyninu, konurnar vita það miklu betur. Fáir ef nokkrir munu fetta fingur út í þetta kynjaða val á heimildamönnum. Ef hlutunum væri snúið við, fimm karlar fengnir til að greina þjóðfélgasstöðu kvenna, myndi ábyggilega heyrast hljóð úr horni.


mbl.is Háskólamenntun líkist stúdentsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mun þetta hlutfall ekki breitast þegar að nú er kominn karlmaður í stól Háskólarektors?

Jón Þórhallsson, 27.6.2015 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband