Ríkir Grikkir vilja evru - vinstristjórnin líka

Forstjórar mótmæltu á aðaltorgi Aþenu að Grikkir hyrfu úr evru-samstarfinu. Ríkir Grikkir eru hlynntir evru þótt hagkerfi þjóðarinnar líði fyrir. Breska vinstriútgáfan Guardian segir að efnaðir Grikkir óttist eignarýrnun upp á 50% verði evrunni fórnað fyrir drökmu.

Tæplega fjórðungur Grikkja er fátækur eða við fátæktarmörk. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu er efnahagslegur ójöfnuður meiri í Grikklandi en nokkru öðru Evrópulandi, að Spáni undanskildu. (Ísland er með næsta minnsta ójöfnuðinn, á eftir Noregi).

Til að Grikkland komist úr viðvarandi kreppu þarf þjóðin að losna við evruna. Ríkir Grikkir beita sér af afi gegn því. Vinstristjórn Syriza hallast að sjónarmiðum efnafólksins í afstöðunni til evru.


mbl.is Þurfa að semja á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Grikkir hafa lifað af í aldir án evru en eru nú við hormörk vegna hennar.   Nú þurfa þeir að sína hvað í þeim býr og hrekja af höndum sér sín sjúkt peninga hyski sem allt mergsýgur, jafnt þar sem hér. 

Hrólfur Þ Hraundal, 26.6.2015 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband