Kjarnorkurafmagn til sölu á Íslandi, segir Brussel

Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.

Tilvitnunin hér að ofan er úr umfjöllun Bændablaðsins um svikamyllu orkufyrirtækja í skjóli tilskipunar frá EES.

Orkufyrirtækin bjóða garðyrkjubændum að kaupa sig frá þeirri áþján að framleiða grænmeti með kjarnorkurafmagni.

Embættismenn í Brussel eru duglegir að búa til martröð handa almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Var að lesa þetta í prentuðu útgáfunni af Bbl.  Þetta mál er með hreinum ólíkindum, raunar svo alvarlegt að um það þyrfti að fjalla víðar, t.a.m. væri þetta kjörið efni í Kastljósþátt, öll svona illa lyktandi mál þarf að upplýsa um rækilega, nú ríður aftur á getu og vilja annarra fjölmiðlamanna.

Alfreð K, 26.6.2015 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband