Mánudagur, 22. júní 2015
ESB milli Grexit og Brexit
Grikkland gæti verið þvingað úr Evrópusambandinu eftir gjaldþrot, það er kallað Grexit. Bretland gæti kosið að yfirgefa sambandið - Brexit.
Bretar vilja ekki taka þátt í samrunaferli ESB í átt að sambandsríki Evrópu. Bretar sjá fyrir sér viðskiptabandalag en ekki ríkjabandalag.
Til að ná tökum á aðildarríkum eins og Grikklandi, sem hlaða upp skuldum og krefjast þess að ríkir nágrannar borgi, verður ESB að fá auknar valdheimildir til að hlutast til um innanríkismál aðildarríkja.
ESB mun freista þess að auka miðstýringuna en ekki koma til móts við Breta. Aðstæður í kjölfar Grexit gætu þó knúið Brussel til að endurskoða samrunaþróun ESB.
Miklar breytingar nauðsynlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.