Misgengi samfélags og hugarfars

Líkt og oft áður mæltist forsetanum vel. Hann sagði

ár­ang­ur í bar­átt­unni fyr­ir breyttu þjóðfé­lagi bygg­ir ekki ein­ung­is á laga­textum. Held­ur bygg­ir ár­ang­ur­inn einnig á hug­ar­fari fólks, siðmenn­ingu, aðstæðum og upp­eldi.

Við búum í samfélagi sem er friðsælt, jafnréttissinnað og efnahagslega vel á sig komið. Hugarfarið okkar, að því marki sem það birtist í opinberri umræðu, endurspeglar ekki að íslenskt samfélag er öfundsvert í alþjóðlegum samanburði.

Misgengið milli samfélagsins og hugarfarsins er að einhverju marki eftirmál hrunsins en þó í vaxandi mæli ótti um að missa af óvenjugóðum hagvexti síðustu ára. Það má merkja það af umræðunni í kjarabaráttunni að starfsstéttir keppast við að fá til sín sem stærstu sneiðina af sístækkandi þjóðarköku. Hávaðinn í kringum veiðileyfagjöld og fiskveiðistjórnunarkerfið er sprottinn af sama ótta.

Þegar efnahagslegum þáttum sleppir stafar misgengið af valdabaráttu í samfélaginu. Vinstriflokkarnir töldu sig komna í kjörstöðu til að ráða samfélaginu til framtíðar eftir hrun. Kjörtímabilið 2009 til 2013 átti að vera upphaf að löngu valdatímabili vinstriflokkanna.

Kjósendur voru á öðru máli og kusu sér hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við síðustu kosningar. Vinstrimenn eru síðan með böggum hildar. Og þeir eru jú nokkuð áberandi í umræðunni.

 


mbl.is Enn fjarlægur draumur víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Misgengi er gott orð yfir þessa þversögn í þjóðarsálinni. 

Ragnhildur Kolka, 20.6.2015 kl. 10:54

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er ekki svo viss um að vinstri flokkarnir hafi talið líkur á því að þeir væru komnir til að vera eftir þingkosningarnar 2009.  Sennilega gerðu þeir aðeins ráð fyrir 4 árum, sem reyndist raunin, og fóru offari í að innleiða sín eigin stefnumál, sem sum hver reyndust jafnvel kosningasvik.  Þetta varð stjórnarflokkunum síðan að falli 2013.

Kolbrún Hilmars, 20.6.2015 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband