Mótmæli, reiða fólkið og 17. júní

Enginn kostnaður fylgir boðun mótmæla. Samfélagsmiðlar eru ókeypis auglýsingamiðlar og á allra færi að boða mótmæli.

Síðustu misseri dúkka reglulega upp svokallaðir aðgerðasinnar, boða mótmæli og halda tölu um ömurlega tilveru Íslendingsins, sem öll skrifast vitanlega á ríkisstjórnina.

Mótmælin lifa í fjölmiðlum í tvo til þrjá daga með fréttum af hve margir haka við ,,ég mæti" á fésbókarsíðu mótmælenda. Mótmæladaginn sjálfan er rifist um hve margir mættu.

Aðgerðasinnarnir standa ekki fyrir pólitísk stefnumál heldur aðgerðum, sem felast í því að mæta á Austurvöll, sýna sig þar og sjá aðra. Tillögur um annað og betra Ísland er hverig að finna; aðeins útlistun á meintri eymd okkar. 

Sýndarstjórnmál af þessu tagi veita fólki útrás fyrir persónulega reiði. Mótmælin eru meðferðarúrræði reiða fólksins.

Það fer vel á því að 17. júní verði miðborgin vettvangur úrræða þeirra vanstilltu. Börn að skemmta sér með fjölskyldunni minnir reiða fólkið á að Íslendingar eru flestir hverjir hamingjuhrólfar. Kannski sjatnar einhverjum reiðin.

 


mbl.is Fyrstu mótmælin á 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála.  Það er í lagi að mótmæla ALLA AÐRA DAGA EN ÞENNAN.  Þetta setur "vinstri hjörðina" SKÖR NEÐAR en svei mér þá ég hélt að þetta lið kæmist ekki neðar í lágkúrunni, en "lengi getur vont versnað".

Jóhann Elíasson, 16.6.2015 kl. 15:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Innilega sammála ykkur Jóhanni.

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2015 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband