Þriðjudagur, 16. júní 2015
Lögregluvernd á þvingað hjónaband
Samkvæmt Guardian voru tvær af horfnu systrunum þrem í þvinguðu hjónabandi. Önnur af þeim er fráskílin en hin aðskilin frá eiginmanninum.
Þvinguð hjónabönd tíðkast meðal múslíma. Þvingunin felst í því að fjölskylda, oftast fjölskyldufaðirinn, ákveður fyrir hönd dóttur sinnar hver maki hennar skuli vera.
Samfélag múslíma í Bradford, þaðan sem konurnar eru, gerir kröfu að breska lögreglan hindri för kvennanna til Sýrlands enda leikur grunur á um að þær ætli að ganga Ríki íslams á hönd.
Það er ekki hlutverk lögreglu í lýðræðisríki að hindra frjálsa för einstaklinga. Burtséð frá því er krafa múslíma um lögregluafskipti af systrunum framlenging af feðraveldinu sem þær undu illa.
Vestræn gildi og múslímamenning samræmast illa.
![]() |
Feðurnir vissu ekki af ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mestu máli skiptir að hindra endurkomu þeirra með einhverjum hætti ef þær skildu eiga afturkvæmt. Það segir sig sjálft að ófreskjur á vegum ISIS eiga ekki erindi aftur í vestræn samfélög.
Þorgeir Ragnarsson, 16.6.2015 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.