Sunnudagur, 14. júní 2015
Dómur um ónauðsynlega opinbera starfsmenn
Þegar líf og heilsa er í veði annars vegar og hins vegar meiriháttar efnahagslegir hagsmunir er ríkisvaldinu heimilt að grípa til lagsetningar vegna verkfalla. Um þessa meginreglu þarf ekki að deila.
Þeir eru fjölmargir opinberir starfsmenn sem hvorki sinna lífi og heilsu fólks né störfum sem varða meiriháttar efnahagslega hagsmuni. Í þessum hópi eru opinberir starfsmenn ekki sérstaklega duglegir að mæta í vinnuna.
Lögfræðingar opinberra starfsmanna telja þessi hópur ætti ekki að fá á sig lög um stöðvun verkfalla.
En er sniðugt að fá dóm sem staðfestir að hluti opinberra starfsmanna sinnir ónauðsynlegum störfum og megi þess vegna vera í verkfalli til eilífðarnóns án þess að nokkur verði þess var?
Maður spyr sig.
Ástæða til að láta reyna á málsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar líf og heilsa er í veði annars vegar og hins vegar meiriháttar efnahagslegir hagsmunir er ríkisvaldinu heimilt að grípa til lagsetningar vegna verkfalla. Um þessa meginreglu þarf ekki að deila.
Satt og rétt. En skyldi vera til einhver ábyggileg tölfræði um dauðföll á Landsspítalanum, sem stafa af vanrækslu stjórnmálamanna við að halda við byggingum og tækjum spítalans og/eða vegna niðurskurðar á starfsfólki milli verkfallsátaka?. Gaman væri, ef hægt væri að fá það fram svona í leiðinni þegar margir hnýta í hjúkrunarfræðinga vegna kjarabaráttu þeirra.
Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.