Laugardagur, 13. júní 2015
Icesave hefði kostað 67 milljarða króna
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. reyndi í þrígang að þvinga þjóðina til að axla ábyrgðina á Icesave-skuldum fallins einkabaka. Ódýrasta útgáfan, Lee Bucheit-samningarnir, hefðu kostað þjóðina 67 milljarða króna, samkvæmt mati á Vísindavefnum.
Vinstristjórnin tók skakkan pól í hæðina í Icesave-málinu og þjösnaðist áfram og þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að stöðva flumbruganginn.
Ísland vann Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þar með fékkst formlegur dómsúrskurður um að fyrsta hreina vinstristjórnin í sögu lýðveldisins hafði rangt fyrir sér í afdrifaríkasta dómsmáli lýðveldisins.
Ef eitt mál öðrum fremur stöðvaði Brusselför vinstristjórnarinnar þá var það Icesave. Í Icesave kristallaðist staða smáþjóðar gagnvart stórþjóðum. Smáþjóð með fullveldi getur staðið á rétti sínum gagnvart yfirgangi stórþjóða. Innan Evrópusambandsins stendur stendur smáþjóðin illa að vígi. Spyrjið bara Grikki.
Hefðu kostað 20 milljörðum meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.