Föstudagur, 12. júní 2015
Ríkisstjórnin heggur á hnútinn
Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði voru í uppnámi vegna krafna opinberra starfsmanna um hærri kauphækkanir en launþegar almennt fá. Í annan stað ógnaði verkfall opinberra starfsmanna mikilvægum almannahagsmunum.
Þegar samningaleiðin var þrautreynd heggur ríkisstjórnin á hnútinn og leggur fram lög á verkföllin. Með frumvarpinu eru meiri hagsmunir teknir fram yfir minni.
Til þess höfum við ríkisstjórn, að gæta almannahagsmuna.
Sigurður Ingi flytur frumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað hefði verið lang best ef samningar hefðu náðst. En ég held, að það hafi einfaldlega ekki verið NEINN vilji til þess innan raða BHM og þá sérstaklega hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur og Páli Halldórssyni. Orð Páls við fréttamann þess efnis að ekki væri hægt að semja við ofbeldismenn, vekja þær spurningar hvort ofbeldismennirnir séu ekki einmitt innan BHM og séu í pólitískri baráttu. Ég hef bloggað um þetta og held að úr því sem komið er sé þetta besta lausnin, http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/1790550/.
Jóhann Elíasson, 12.6.2015 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.