Makríllinn og öfund klædd réttlæti

Makríllinn sýnir sig ekki í landhelginni það sem af er ári. Sagt er að þessi flökkstofn komi ekki í ár vegna sjávarkulda. Undirskriftarsöfnun stendur yfir sem mótmælir úthlutun kvóta til útgerða sem mynduðu veiðireynslu á makríl.

Rökin fyrir undirskriftasöfnuninni eru réttlæti. Þjóðin á réttinn til auðlindarinnar, segja talsmenn söfnunarinnar. Jú, jú og það eru íslenskar útgerðir og íslenskir sjómenn sem veiða og íslensk landvinnsla sem vinnur marílinn. En það er ekki nóg, segja undirskrifendur, það verður að bjóða upp veiðiréttinn, það er eina réttlætið.

En mæti makríllinn ekki á uppboðið, hvað verður þá um réttlætið? Varla getur réttlætið horfið með einni fisktegund.

Ef réttlæti er fyrst og fremst uppboð á afmarkaðri atvinnustarfsemi, hvers vegna er uppboði ekki beitt á öðrum vettvangi sameiginlegra hagsmuna okkar. Hvers vegna er ekki uppboð á rekstri leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla? Hvers vegna er heilbrigðisþjónustan ekki boðin upp?

Svarið við þessum spurningum er að uppboð er hvorki réttlæti né felur það í sér réttlæti. Í tilfelli makríls er uppboð aðferð til að hirða af þeim útgerðum ábatann sem þær einar bjuggu til með því að hefja veiðar á þessari fisktegund.

Ef enginn hefði veitt makrílinn þegar hann fyrst kom inn í landhelgina væri makríllinn ekki auðlind heldur glatað tækifæri.

Öfund býr hvorki til verðmæti né eykur hún réttlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurning hvort að AFLAGJALDS-LEIÐIN  gæti hentað betur en uppboðskerfið?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/

Jón Þórhallsson, 9.6.2015 kl. 10:09

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón

Skilar útgerð og vinnsla engu til þjóðarbúsins ?

Ég tek undir með Páli bloggvini mínum hérna. 

Otrúleg vinstri-öfund sem er að reyna að eyðileggja öll fyrirtæki sem ekki eru í taprekstri.

Hverjir lögðu til fjármuni sína, skip og mannskap til þess a-ð ná fiski úr sjó ? ? ?

Voru það þeir sem skrifuðu undir á þjóðareign ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.6.2015 kl. 12:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætla undirskriftamenn að taka þátt í tapkostnaði báta og skipa, vannýttra atvinnutækja, ef aflabrestur verður á makrílnum í allt sumar?

Menn, sem hafa öðrum atvinnuvegum að sinna, sinni þeim! Útgerðin borgar sín aflagjöld, ólíkt mörgum greinum, sem sleppa alveg við leyfisgjöld.

Jón Valur Jensson, 9.6.2015 kl. 13:00

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

já, hvað ef enginn makríll kemur á miðin?

Ragnhildur Kolka, 9.6.2015 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband