Mánudagur, 8. júní 2015
Árni Páll verður framsóknarmaður
Fyrsta vísbending um að tillögur ríkisstjórnarinnar um afnám hafta hitti í mark kemur frá Árna Páli formanni Samfylkingar. Árni Páll segir Framsóknarflokkinn bera fram tillögur Samfylkingarinnar.
Þegar deilt er um höfundarrétt efnahagstillagna má álykta að nokkuð breið samstaða sé um þær.
Áður en dagurinn er úti verður Katrín Jakobsdóttir líka orðinn framsóknarmaður.
Í framhaldi verða Samfylking og Vg geðþekkari flokkar en þeir áður voru.
1.200 milljarða króna vandi leystur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árni verður að reyna eitthvað nýtt...
Hann er svo gott sem búinn að vera. Katrín hinsvegar er bara eftirherma, og það léleg.
Birgir Örn Guðjónsson, 8.6.2015 kl. 12:45
Ánægjulegt að rík samstaða sé um forgangsröðun í þessu verkefni, það er að segja að almenningur verði sem minnst var við það.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2015 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.