Sunnudagur, 7. júní 2015
Samfylkingin stýrir BHM
Páll Halldórsson, fráfarandi formaður BHM, er náinn samverkamaður Jóhönnu Sigurðardóttur til margra ára. Þórunn Sveinbjarnardóttir var lengi þingmaður og ráðherra Samfylkingar.
Er eðlilegt að Samfylkingin ákveði hvort BHM semji eða semji ekki?
Það er okkar réttur að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hélt að ég væri búinn að skýra þetta út fyrir fólki. Það eru 28 félög í BHM! Þau eru öll sjálfstæð stéttarfélög. Þau haf öll fulltrúa í samninganefnd. Þau völdu að fara sameiginlega í þessa samninga en oftast hafa þau samið ein og sér. Þau kusu sér formann á aðalfundi! Páll var kjörinn á sínum tíma sem varaformaður! En óvart þá ráða þau engu um hvort að samningar eru undirritaðir eða ekki það eru samninganefndirnar og svo trúnaðarmannaráð félagana! Alveg eins er hægt að benda á að það höfðu staðið verkföll í um mánuð þegar Þórunn var kosin. Og Páll Vilhjlamsson hefur bara ekkert með val BHM sem formans að gera. Alveg eins og Gylfi Arnbjörnsson ræður ekki ASÍ þá ræður Þórunn ekki BHM heldur starfar að þeim málum sem félögin fela henni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2015 kl. 00:05
Alltaf er nú "yfirklórið" hjá honum Magnúsi Helga jafn aumkunarvert...
Jóhann Elíasson, 8.6.2015 kl. 01:35
Ekkert er eins og einhverjir Gylfar og Pallar í Samfylkingunni Maggi,þeir ráða því sem þeir vilja.Heitasta pólitíska ósk þeirra er að ríkisstjórnin fari frá.Verkfalli munu þeir beita í botn hvað sem það kostar,þótt kaupmáttur félaga þeirra rýrni verulega af v0ldum ósveigjanleika þeirra.Ég veit að það voru langt frá því allir í þessum 26- sem eru ánægð með sameiginlega samninga. Þessu þarf að breyta. Hvað er að því að hver og einn semji fyrir sig,rétt eins og atvinnu íþróttamenn,þeir fengju þá góðan samning sem vinnuveitanda líst best á.Allt í lagi að slá þessu fram núna,þegar séð er hvernig þessu vindur fram.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2015 kl. 02:10
Óttalega er það nú kjánalegt að taka undir kjánalegar athugsemdir Gunnars Braga.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2015 kl. 09:45
Það sem Jóhann sagði!
Steinarr Kr. , 8.6.2015 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.